Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 36
Tímarit Máls og menningar úti. Svo er talið að á þessum tveim árum hafi dáið 9238 fleiri en svar- aði tölu fæddra. En á öllu harðinda- tímabilinu, 1779—85, er talið að dáið hafi fjórðungur alls fólks á ís- landi úr hungri og sóttum ... Fén- aðarfellirinn var mestur 1783—84. Er talið að þá hafi farizt 53% af öllum nautpeningi, 82% af sauðfénu og af hestum 77%.“ Þorvaldur Thoroddsen kemst svo að orði um neyð þessara ára: „Svo algengt var hungrið, að það sá á fjölda af beztu bændum og prestum. Þjófnaður og rán gekk fram úr öllu hófi, svo enginn var óhultur um sitt. Allt var étið sem tönn festi á, horkj öt af hrossum, horn og skóbætur, og jafnvel hundar. Sumstaðar aleyddust nærri sveitir, foreldrar dóu frá böm- um, en þau fundust eftir í bæjum, komin að bana, en sumstaðar dó allt, er inni var, og lá þar sem statt var, til þess er það var fundið. Margir féllu niður af sulti milli bæja og margir voru grafnir á dag og margt sett niður í tötrum sínum“. Og hverfum nú aftur að Jóni Stein- grímssyni. Það er komið fram á vor- ið 1784. Neyðin sverfur að sóknar- börnum hans, „svo þá að sumarmál- um leið, fóru bændur sem gengið gátu að skreiðast vestur eftir til sjós, að halda lífinu og útvega sér lífs- skepnur“. Og enn tekur síra Jón sig upp til að leita bjargar, „gekk fyrst í Skálholt og síðan suður á Alftanes til herra stiftamtmanns Thodals. Fékk hjá honum af innsendum gefn- um peningum 60 ríxdali. Hann fékk mér og í hendur 600 rd í einum kassa. Þennan kassa opnaði klausturhald- ari Sigurður, er kominn var að Stór- ólfshvoli á leið suður, tók úr honum handa sér 20 rd og 8 til handa bónda einum að kaupa kú.“ „Þá eg fór frá Stórólfshvoli og kom austur undir fjöllin, mættu mér allflestir sóknarmenn mínir, sumir að útvega sér jarðir þar, sumir að kaupa sér lífsgripi og fengu þá ei nema fyrir betaling út í hönd. En þeir höfðu heyrt að hjálparmeðal það væri undir minni hendi, leituðu mig uppi og sátu alla vega í vegi fyrir mér og beiddu mig í guðsnafni að hjálpa upp á sig. En eg, sem flesta vildi til baka, og eg sá neyð þá þeir liðu, hrærðist af meðaumkun yfir þeim og tók til að fá þeim af kassanum til að kaupa gripi, sem nú fengust enn með þolanlegu verði, 245 ríxdali, flestum til að kaupa einn eða tvo gripi“ ... Fyrir þetta var síra Jón ákærður og fékk sektardóm og varð að biðjast fyrirgefningar opinberlega á Alþingi fyrir sýnódusrétti. „Leið svo þetta sumar 1784 þanninn. Eg leið ofsókn og aðkast á allar síður. Kona mín lagðist upp á sængina, mjög þung- lega haldin,sem hana leiddi til dauða, því hún sofnaði í guði sætlega þann 4. octobris á hennar 66. aldursári, 242
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.