Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Page 50
Tímarit Máls og menningar menn heyra þekkingu sína. Þá grípur Jón í Lækjarhúsum inn í ræðuna og segir: „Það hefur verið karlhveli, því að hvalambrið lafði þarna þarna út úr.“ Þorlákur lítur til hans spekingslega og undrandi og spyr: „Hvað kallarðu hvalambur, maður?“ J ón svarar: „Það er kallað hvalambur, sem undir þeim er, trítillinn þeirra, ponninn þeirra.“ Þá segir Þorlákur, fullur vandlætingar: „0 ekki heitir það hvalambur, maður! Það heitir hvalambur, sem frá þeim fer, þegar þeir eru í grind- ingum. Maður veit, að það hlýtur að fara mikið frá svona stórum skepnum.“ En Láka tókst ekki að koma vitinu fyrir Jón. Hann endurtekur í sífellu: „Það er kallað hvalambur, sem við þá lafir, trítillinn þeirra, ponninn þeirra, trítillinn þeirra, ponninn þeirra.“ Þá gafst Þorlákur upp, en sagði ýmsum síðar frá þrætu þeirra Jóns og bætti við: „Mikið er að heyra, hvernig þessir menn geta talað, sem hvergi hafa farið, ekkert lesið og ekkert vita.“ Þorlákur reri á Sunnsendingaskipinu, þegar hann var vinnumaður hjá Eyjólfi. Þá bar það við í einum róðri, að hann dró skráplúðu, en sá dráttur var sjaldgæfur í Suðursveit. Það var sprok manna, að sá væri hneigður til kvenna, sem drægi lúðu úr sjó. Faðir minn fór nú að smástríða Láka og sagði það auðséð, að hann væri dálítið kvensamur. „Hefur þig aldrei langað til að sofa hjá kvenmanni, Þorlákur?“ Þorlákur var hégómagjarn og huglítill og þoldi illa stríðni. Á leiðinni heim úr þessum róðri, segir Þorlákur, eftir að Reynvellingar voru skildir við þá af Breiðabólsstaðarbæjunum: „Fallegt var að heyra í Halakarlinum í dag. Þetta var óþarfa keskni í honum. Við erum ekki skildir að skiptum.“ Það var öðru sinni, að menn voru að rífa strand á fjöru. Þar voru faðir minn og Þorlákur. Föður mínum þótti Láki ganga linlega til verks og segir, að hann skuli gera betur. Þorlákur svarar: „Hvað þykistu vera? Þá held ég þú værir montinn, óveran þín, ef þú værir grósséri eða kapteinn.“ Sigurbjörn Björnsson hafði búið nokkurn tíma við konu sinni, áður en þeim varð barns auðið. Birni föður hans fannst þetta ískyggilegur seina- gangur og fékk af þessu þungar áhyggjur og færði í tal við ýmsa. Lýsti hann jafnframt fyrir mönnum þeim grun sínum, að Eyjólfur hreppstjóri sé valdur að barnleysi þeirra hjóna. Eyjólfur þótti kvenhollur, en þar að auki var hann hómopati og réð yfir meðulum, sem margir trúðu, og ekki að ástæðulausu, að komið hefðu sjúku fólki oft að góðu gagni. Og því gátu þau ekki eins unnið mönnum óleik? 256
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.