Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1968, Síða 78
Tímarit Máls og menningar ÞaS er stúfurinn, endurtók presturinn og leit á brúðina. Stúfurinn? sagði brúðurin og beygði sig niður til að taka upp höndina, en það gerði hún frekar af meðfæddri snyrtimennsku en hún væri nokkru nær. Nú hömdust kirkjugestir ekki lengur í sætum sínum. Engum duldist að eitthvað var að: brúðurin farin að tína uppúr gólfinu, brúðguminn stiginn frá altarinu og áður en presturinn vissi af höfðu kirkjugestir ruðzt að grátunum í einum hnapp og töluðu þar hver upp í annan. Og andlit prestsins markaðist af þjáningu: hvergi í helgisiðabókinni var gert ráð fyrir slíkum atburði, þar var ekki einu sinni bil milli lína. Þessi giftingar- athöfn var ófögur prentvilla í langri röð af giftusamlegum prestsverkum; saurgun á guðshúsi. Brúðinni duldist ekki vanlíðan prestsins og hún vildi bæta úr: biðjandi rétti hún höndina enn einu sinni til brúðgumans. Brúð- gumanum brá; snöggt og ósjálfrátt sló hann frá sér svo að hún hafði nærri misst höndina á nýjan leik. En höndin datt ekki. í þessum þrengslum veitt- ist henni léttara að hemja hana, en um leið og brúðguminn sló þrýstist blóð- dropi úr sárinu og lenti á handarbaki prestsins. Presturinn kveinkaði sér; andartaksstund starði hann á blóðdropann næstum bugaður af sársauka. Síðan herti hann sig upp og minntist þess hvar hann var staddur. Hann talaði til fólksins, sagði myndugum rómi að nú yrði það að liafa sig af- sakaðan, hann þyrfti fram að þvo sér. Þögn og tóm ríkti í kirkjunni þegar presturinn var genginn út, orgelið var þagnað, kerti brunnin. í sál brúðarinnar ríkti tóm jafnmikið og í sjálfu kirkjuskipinu. Faðir hennar einn sat kyrr í sæti sínu og hafði lokað aug- unum, María var öll á valdi sorgar. í augum brúðgumans las brúðurin ásökun en hún vissi að lítið stoðaði að fela stúfinn, hún yrði þá að fela sig alla. Réttast væri að hætta við allt saman. Hún byrjaði að pakka hendinni aftur inn í klútinn. Þá gall við raust og hún hrökk í kút. Guð minn almátt- ugur! Var ekki Marta farin að tala í kirkjunni! Og Marta var æst. Þú getur ekki farið að kippa að þér hendinni núna! Oft hafði Marta verið áhyggjufull en nú örlaði á ósvikinni örvæntingu. Brúðinni rann þetta til rifja. Eitthvað varð hún að gera, á einhvern hátt varð að bjarga þessu við. Og sem í leiftri sá hún til hvaða bragðs yrði að grípa. Án þess að hika hljóp hún út úr kirkjunni með höndina og tók á rás beinustu leið til gerfilimasmiðs. En henni sóttist seint. Síður kjóllinn þvæld- ist um fætur henni við hvert fótmál sem hana bar áfram og rykið þyrlaðist upp um hana. Gatan var líka óheyrilega subbuleg: þvæld karamellubréf, sleiktur og nagaður íspinni, hrákapollur. Hér var tæpast hægt að vera í 284
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.