Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 13
Kristinn E. Andrésson
Minnisblöð um leynifundi þing-
manna um herstöðvamálið 1945
Því hefur löngum verið haldið á loft að bandaríkjamenn hafi fyrstir er-
lendra þjóða viðurkennt stofnun lýðveldis á Islandi 1944, sent hingað sér-
stakan erindreka og greitt fyrir viðurkenningu ríkja svo sem Suður-Ameríku-
ríkja. Þessu má ekki gleyma, segja hollvinir bandaríkjamanna hérlendir. Hina
hliðina á málinu hafa þeir sömu ekki verið jafn glaðbeittir að gaumgæfa og
auglýsa: að á sama tíma og kveðjan frá Roosevelt forseta barst um hinn
fornhelga stað, Þingvöll, sátu hann og bandarísk stjórnvöld á svikráðum við
lýðveldið. Þegar á næsta ári kom það í ljós (sbr. grein Þórs Whitehead: „Stór-
veldin og lýðveldið" í Skírni 1973).
Þann 1. okt. 1945 afhenti Bandaríkjastjórn formlega beiðni um leigu
þriggja herstöðva á Islandi (í Keflavík, Fossvogi og Hvalfirði) til langs tíma.
Málið hafði verið á döfinni í þessu formi í nokkrar vikur og Olafur Thors
vitað um það en tilkynnt bandaríkjamönnum að beiðnin væri „með öllu
ótímabær". Sumir íslenskir stjórnmálamenn höfðu gert ráð fyrir einhverjum
slíkum kvöðum með inngöngu Islands í Sameinuðu þjóðirnar — þó ekki
her í landinu á friðartímum — en nú komu bandaríkjamenn með kröfur
sínar sem þeir jafnframt tilkynnm sendiherra sínum hér að væru „ófrávikj-
anlegar". Þetta var brot á samkomulagi stórveldanna um að eftir styrjöldina
yrði komið á einhvers konar öryggiskerfi á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Allur gangur þessa máls er rækilega rakinn í grein Þórs Whitehead í
Skírni 1976, „Lýðveldi og herstöðvar".
Þessar kröfur og Keflavíkursamningur 1946 sem fylgdi í kjölfarið ollu
svo mikilli ólgu í landinu að augljóst var að framferði bandaríkjamanna var
hreint reiðarslag. Síðan kom innganga í Atlantshafsbandalag 1949 og 1951
ruddist bandarískur her inn í landið. Allan tímann síðan hefur verið unnið
að því kerfisbundið að sigra þjóðina innan frá.
Svo sem kunnugt er hafa sumir þeir sem við sögu komu orðið til að skrifa
endurminningar sínar frá þessum tíma. Er skemmst frá því að segja að rit
þeirra íslenskra manna sem slíkt hafa gert veita engar upplýsingar í málinu
nú, rúmlega 30 árum síðar. Hins vegar er farið að gefa út ýmis frumgögn
um þá atburði sem leiddu til Keflavíkursamnings og eru stjórnarskjöl banda-
rísk einkum hnýsileg í því sambandi, sem við er að búast.
3