Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
Pétur Magnússon
Taldi tilgangslaust að ætlast til þess, að við fengjum nokkur svör um
það hjá Bandaríkjum, hvað á bak við lægi ósk þeirra. Hér mundi ekki
vera um aðkallandi þörf að ræða, heldur framtíðartryggingu. Bandaríkin
væru að skapa sér öryggiskerfi, og þessum ráðstöfunum þyrfti ekki að vera
beint gegn neinum sérstökum.
Benti á, að rétt væri að birta almenningi efni skjalsins, þar eð margs-
konar rangar hugmyndir væru á kreiki.
Brynjóljur Bjamason
Tók undir till. Péturs Magnússonar um nauðsyn á því að skýra frá mál-
inu opinberlega.
Yaraði við því, að léð væri máls á umræðum um samning, því að í því
fælist principiell4 viðurkenning þess, að við gætum hugsað okkur að semja
um málið, en vildum aðeins fá vitneskju um skilyrðin.
Ásgeir Ásgeirsson
Taldi að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu sýnt með utanríkispólitík
sinni, að þær væru ekki árásarþjóðir, og hér væri um varnarráðstafanir að
ræða. Islendingar ættu allra hagsmuna að gæta í samstarfi við þessar þjóðir.
Yið kæmumst ekki hjá að semja við þær, sérstaklega ef þetta væri vilji
þeirra beggja.
Vildi draga úr því, að nokkur skuldbinding væri í því fólgin, þó léð
væri máls á samningum, og virtist þess fýsandi.
Eysteinn Jónsson
Taldi álit manna hafa verið það, að þjóðirnar myndu í sameiningu ætla
að tryggja öryggi í framtíðinni, og því kæmi þessi ósk frá einni þjóð á
óvart.
Lagði áherzlu á, að menn kynntu sér afstöðu hinna stórveldanna og tók
undir tillögu Stefáns Jóh. að fá fram álit Breta á málinu.
Magnús Jónsson
Taldi rétt, að spurst yrði fyrir hjá sendiherra Bandaríkjanna um afstöðu
Breta og Rússa, en mælti eindregið móti því að fara að tala við utanríkis-
ráðherra Breta eða gera mann á hans fund.
6