Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 32
Tímarit Máls og menningar það kalt vanþakklæti. Þannig er honum innanbrjósts, þegar hann er ein- hvern dag sem oftar að blaða í Holinsheds-annálum og finnur söguna af Lé konungi, gjafaranum mikla. Með sama hugarfari les hann leikritið gamla um Lé konung, sem samið var á árunum 1593—94 og bar heitið Hin forna saga af Lír konungi. Þarna fann Shakespeare það sem hann þurfti við, hálfhnoðaðan leir, sem hann gat myndað af líkneskjur manna, einar sér og fleiri saman. Þarna var komið tem, sem hann kunni með að fara, einmitt í þessari yfirborðs-leikgerð fornsögu, sem fjallar tun ofboðs- legt vanþakklæti. Og svo fal hann þetta yrkisefni í hjarta sér, og bjó yfir því, unz það öðlaðist líf í vitund hans. Fara má nærri um það, hvenær Shakespeare var að fást við Lé konung. Arið 1604 kom út Yfirlýsing um páfablekkingar eftir Hasnet, og þótt eigi kæmi fleira til, má telja víst, að leikritið sé ekki samið fyrr, því þangað hefur Shakespeare sótt nöfnin á nokkrum þeirra djöfla, sem Játgeir ræðir um (III, 4). Það gat hins vegar ekki orðið til síðar en 1606, því 26. desemb- er það ár var það leikið fyrir Jakob konung. Það sést á því, að það er fært á bóksöluskrá 26. nóvember 1607 með svofelldri athugasemd: „Leikið fyrir Hans Konunglegu Hátign í Whitehall á Stefánsmessu að næst liðn- um jólum“. Raunar má fara enn nær um tímann. Þegar jarlinn á Glostri (1,2) segir að „þessir myrkvar“ hafi orðið „nýverið“, þá er vafalaust að hann á við sólmyrkvann í október 1605; og það sem hann því næst segir um „slægð, fláræði, svikráð" og hvers konar illvíga ófremd, sem nú leiki lausum hala, á hann að líkindum við púðursamsærið mikla, sem upp komst í nóvember 1605. Það var semsé í árslok 1605, að Shakespeare hófst handa um Lé konung. Sjálf sagan var gömul og kunn. Fyrst varð Geoffroy af Monmouth til að segja hana á latínu í riti sínu Historia Britonum, en á ensku sagði Layamon hana fyrstur í Brut um 1205. I upphafi kom hún frá Wales og bar glöggan keltneskan svip, sem Shakespeare hafði lag á að varðveita fyrir næman skilning sinn á þjóðlegum sérkennum. í riti Holinsheds fann Shakespeare alla megindrætti sögunnar. Lír, sonur Baldúðs, ríkir þar yfir Bretlandi á þeirri tíð, er Jóas sat að völdum í Júða- ríki. Dæmr hans þrjár heita Gónórilla, Regan og Kórdilja. Hann spyr þær, hversu heitt þær elski sig, og þær svara honum á sama veg og í harmleiknum. Kórdilja er rekin brott og giftist einum af konungum Gallíu. Þegar eldri dæmrnar tvær hafa leikið Lír konung mjög grátt, flýr hann á náðir Kórdilju. Hún og maður hennar vígbúast og sigla með her til 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.