Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 43
Hovbanness 1. Pilikian Lér konungur - Fornar rætur Á ævafornum tíma höfðu konungar það hlutverk eitt að tryggja þjóð sinni og náttúrunni, því landi sem lífsafkoma þjóðarinnar var undir komin, blessun frjóseminnar. Konungurinn var að fornu völsatákn, upphafsmaður síns kyns, hinn mikli frjógjafi, „faðir“ og „eiginmaður" kvennanna (jafnt ungra sem aldinna) meðal þjóðarinnar, og þá einnig sinnar eigin konu og dætra. Þetta þjóðfélags- og kynferðishlutverk konungsins er viðfangsefnið í upphafsatriði leikritsins Oidípus konungur eftir Sófókles. Æðsti prestur- inn (prestur Seifs, hins æðsta meðal guða) ásakar Oidípus fyrir að hafa brugðist hlutverki sínu sem höfðingi þjóðarinnar. Þessi andlegi leiðtogi ríkisins lýsir með myndum og líkingum ákafs líkamlegs sársauka þeirri sótt, dauða og ófrjósemi sem ógnar sjálfum lífsgrundvelli þjóðflokksins, hjörðum hans og náttúrunni, því landi sem fólkið þiggur af lífsviðurværi sitt. Konur, nautgripir, allt er slegið ófrjósemi, mesta böli sem yfir frum- stætt þjóðfélag gemr dunið. Oidípus er að verða gamall og ónýtur, annar konungur verður að koma í hans stað. Sá siður tíðkaðist í Grikklandi hinu forna þegar frjósemi þjóðflokksins og náttúrunnar þótti fara þverrandi að reðurmikil stytta af Pan (minni hátt- ar náttúruvætti) var flutt á markaðstorgið við hátíðlega athöfn og hýdd með jurtastönglum til þess að limur guðsins tæki við sér, vaknaði af van- megna svefni og stemmdi þannig stigu við minnkandi frjósemi manns og náttúru. I Evrópu miðalda voru ósnortnar bændabrúðir boðnar lénsherranum fyrst og síðan brúðgumanum í þeirri trú að þannig mætti öðlast blessun frjóseminnar. Mikilvægasta hlutverk hinna voldugu lénsherra miðalda var að helga og tryggja frjósemi lénsmanna sinna og bænda sem bjuggu innan landamerkja þeirra. Svo langlífir urðu þessir siðir að merki þeirra má greina fram á 18. öld, t. d. í óperunni Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Mjög nýlegt dæmi þessa hugmyndamynsturs var það fyrirbrigði þegar Stalín var kallaður „faðir“ um gervöll Sovétríkin. Imynd hins mikla „föður 3 TMM 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.