Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Page 71
Myndlistarþankar Sýningar eru haldnar vegna afmælis lýðveldisins og íslands byggðar og sýningar eru sendar úr landi og heita ýmist landkynning eða menningar- tengsl, sendar með þeim fróma bakþanka að erlendir menn, sem slíkar berja augum, minnist Islands hlýjum huga þegar það kemur uppá að kaupa fisk, niðurgreitt lambakjöt eða lopapeysu. Listahátíð á maður yfir höfði sér annað hvert ár. Þá er mikið um dýrðir og tveggja ára menningarskammtur hesthúsaður á rúmri viku. Og þá eru listamenn beðnir um að gefa vinnuna sína svo það opinbera geti nú gert þegnum sínum öðrum dagamun gegn gjaldi. Og eftir nokkurra mánaða ráðslögun embættismanna heima og erlendis, flugferðir, ráðstefnur o. s. frv. hefur nokkrum kontóristum og menningarvirnm tekist að betla út heila listahátíð sem síðan er opnuð með pompi og kokkteil að viðstöddum opin- berum kontór- og embættismönnum í hlutfallinu tíu á móti einum. Þegar vel tekst til verður hagnaður af fyrirtækjum sem þessum fyrir það opin- bera, en hvar eru vinnulaunin? Ég get ímyndað mér að sjómenn létu sér í léttu rúmi liggja kokkteil- partí hjá Sölunefnd hraðfrystihúsanna, vinnulaunin sín mundu þeir heimta. Er þá lausnin smbr. hér að framan að setja augnalokur á fólk, á rithöf- unda ef til vill bæði augnalokur og eyrnatappa? Er þá ekkert stéttarfélag sem sér um hagsmuni þessa fólks? Hvernig þau mál horfa við rithöfundum og tónlistarmönnum er mér ekki nógsamlega kunnugt en hygg þó að ástandið sé ögn skárra, einkum þó hjá hinum síðarnefndu, þó tel ég víst að þeir verði einnig fyrir barðinu á hinu opinbera betli. Myndlistarmenn afmr á móti hafa að vísu með sér félagsskap, en sá félagsskapur hefur ekki enn sem komið er gegnt á nokk- urn hátt hlutverki stéttarfélaga, þó ekki væri nema til að sjá til þess að ríkisvaldið brjóti ekki sín eigin lög um höfundarrétt og laun. Stundum bregður þó mær vana sínum og launar að verðleikum, og er vert að geta þess sem vel er gert. Til dæmis fékk skáld nokkurt bæði medalíu og heiðurslaun frá því opinbera fyrir þá myndrænu hugmynd (con- ceptualism?) að setja upp tvö þúsund fagurlega mótaða skítakamra á Þing- völlum fyrir þjóðhátíð 1974, mönnum til augnayndis og afnota. Sinnuleysi um framangreind réttindamál kann að eiga rætur sínar í því að töluverður hluti myndlistarmanna, einkum þó þeirra sem komnir eru á miðjan aldur, gegna einhvers konar þjónustustarfi (service) fyrir þær stéttir sem peninga eiga og sjá þeim fyrir híbýlaprýði og jafnvel fjárfest- ingarmunum. Það er nú ekkert ljótt við það að fólk vilji njóta fagurra 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.