Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Side 93
Jaroslav Hasek Nýliðinn Svejk FORMÁLI Tékkneski rithöfundurinn Jaroslav Hasek var fæddur 30. apríl árið 1883, hann dó 3. janúar 1923 og náði þannig ekki fertugsaldri. Mikinn hiuta þessarar stuttu ævi var aðalviðfangsefni hans drykkjuskapur. Ritstörf hans voru ekki annað en vonlítil barátta við að klóra inn peninga í einhverja botnlausustu skuldasúpu sem um getur. Sítimbraður heili hans var þó svo frjór að undrum sætti og fræðimenn telja sig vita með vissu um meira en 1200 smásögur sem hann hefur skrifað, tveir stórir doðrantar liggja eftir hann auk tveggja skáldsagna sem glötuðust í handriti - og eru þá ótalin ljóð hans ótalmörg og leikrit fjölmörg sem hann yfirleitt samdi í samvinnu við aðra. Heimsþekktur er Hasek af sögu sinni um Svejk góðadáta. Sú saga ein mundi nægja honum til eilífrar frægðar. Þó telja ýmsir annað stórvirki hans engu síðra. Það verk er alls ókunnugt utan heimalandsins og hefur raunar verið sparlega gefið út þarlendis, enn sem komið er, svo torsótt getur orðið að nálgast eintak af því. Sú bók gæti á íslensku heitið „Saga flokksins" og segja fróðir menn sem lesið hafa að verk þetta sé stórháskalegt tilræði við stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka — ekki síður en sagan af Svejk góðadáta varð hernaðaranda og hermennsku þung í skauti. Að forminu til er verk þetta saga stjórnmálaflokks sem á ytra borði naum- ast greinir sig frá hverjum öðrum stjórnmálaflokki — lög, reglur og starfs- form eins og byrja ber, slagorðin hljóma eins, eða láta að minnsta kosti all- svipað í eyrum. Flokkur þessi hefur hins vegar fáránlega kýmni að innihaldi þar sem aðrir flokkar hafa tómið sjálft — og það gerir gæfumuninn. Slíkur flokkur er skemmtilegur um leið og hann gerir aðra flokka hlægi- lega. Enda þótt verk þetta sé hvergi nærri áreiðanlegt sagnfræðirit þá er hinu ekki að leyna að árið 1911 stofnaði Jaroslav Hasek stjórnmálaflokk sem hlaut nafnið „Flokkur hægfara framsóknar innan laganna marka". Sagan segir meir að segja að hann hafi sjálfur verið í framboði við borgarstjórnar- kosningar í Prag þetta ár og látið sér nægja eitt einasta vígorð út alla kosn- ingabaráttuna — semsé þetta: „Við erum eini flokkurinn sem opinberlega hefur mótmælt jarðskjálftunum í Mexikó!" Einhver herslumunur varð til að Hasek komst ekki í borgarstjórn. En sögu 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.