Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 98

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 98
Tímarit Máls og menningar Svejk steig fram úr röðum nýliðanna og horfði brosandi á herra ofurst- ann. „Tilkynni í undirgefni, ég er í snúningum hérna hjá herra nýliðunum og mér féll einkar vel þetta sem herra ofurstanum þóknaðist að segja. Það kemur svo beint frá hjartanu!“ Og þegar kirkjuklukkurnar í Triente hringdu til messu þá átti Svejk tveggja klukkustunda fangelsisvist að baki. Þetta varð löng og góð fangavist. Þegar hann losnaði var honum aftur fenginn byssustingur og svo var honum þröngvað upp á vélbyssudeildina. Það stóðu yfir miklar heræfingar í námunda við ítölsku landamærin og Svejk góðidáti átti með fleirum að taka þátt í þeim. Fyrst hlustaði hann þó á útleggingu flokkstjórans: „Hugsið ykkur að Italía sé búin að segja okkur stríð á hendur og við leggjum til atlögu við ítalina.“ „Stórfínt, þá leggjum við til atlögu!“ hrópaði Svejk frá sér numinn og fékk sex daga fangelsi fyrir. Þegar hann var búinn að afplána þá hegningu var hann sendur í fylgd með nokkrum föngum og korpóral úr vélbyssudeildinni í humátt á eftir hinum. Fyrst gengu þeir eftir dalverpi svo riðu þeir upp í fjöllin þar sem Svejk villtist eins og vænta mátti í skóginum rétt við ítölsku landamærin. Hann paufaðist gegnum skógarþykknið í leit að félögum sínum sem hann hvergi fann. Og þar kom að hann sté alvopnaður sæll og glaður yfir landamæri Italíu. Og þar fann Svejk góðidáti nokkuð. Við austurrísku landamærin var vélbyssudeild frá Mílanó einmitt á æf- ingu. Nú vildi svo til að múldýr klyfjað vélbyssum og átta fótgönguliða bar þar að sem Svejk var að rangla og skima á fjallinu. Grandalausir skriðu þessir ítölsku hermenn inn í runna og lögðu sig. Múldýrið með vélbyssu- klyfjarnar var að nasla og rásaði burt frá herdeild sinni alla leið þangað sem Svejk sat brosandi og horfði á óvininn. Svejk góðdáti þreif nú beislistauminn á múldýrinu og sneri heim til Austurríkis með ítalskar vélbyssur á ítölsku múldýri. Hann fór sem leið lá niður í dalverpið þar sem hann var lengi að villast og það var komið undir kvöld þegar hann loks fann austurrísku herbúð- irnar. Vörðurinn var ekki alveg á því að hleypa honum inn því hann kunni ekki lykilorðið, en þá bar þar að offíséra. Skælbrosandi bar Svejk höndina upp að húfunni og sagði: 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.