Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Qupperneq 113
sem sögumaður fylgist með í starfi sínu á mæðradeild heilsugæslustöðvarinnar. Þegar sögumaður sér mynd af móður Markúsar uppi á vegg heima hjá ömm- unni man hún eftir andlitinu úr vinn- unni: „Við Stína tókum eftir því hvað henni leið illa... Fólkið sem annaðist heilbrigði hennar sagði að allt væri eðli- legt. Konur yrðu stundum svona meðan þær biðu. Það lagaðist þegar barnið var fætt, þá kæmi móðurástin ljúf og elsku- leg og hún læknaði allt.“ (42) En það er ekki allt fengið með móð- urástinni, það verður líka að hafa í krakkann og á eftir að hann er fæddur. Móðir Markúsar leitar til mömmu sinn- ar fullorðinnar sem hleypur undir bagga með henni, og hún er ekki eina konan í bókinni sem þannig bregst við vanda annarra. í fjandsamlegum og firrtum veruleika borgarinnar verður hver að bjarga sér eins og hann getur best. Þar verða einstæðar mæður að vinna dag- vinnu, eftirvinnu og aukavinnu til að hafa ofan af fyrir sér og börnum sínum, og þó eiga þær jafnvel bágt með að fá dagvistanir fyrir börnin en verða að treysta á einstaklinga sem alltaf geta brugðist. Þær búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Það eina sem fólk hefur upp á að hlaupa í þessum frumskógi er hjálp góðviljaðs fólks, og sagan sýnir að slíkt fólk er víða. En hún sýnir líka að einstaklingslausnir leysa engan vanda til frambúðar, þær bæta bara öðrum skyld- um og kvöðum ofan á þá gnótt sem fyr- ir er. Þrátt fyrir erfiðleikana sem því fylgja að basla með börn eru börn líka bless- un. Þau leggja „á borð með sér drjúgan skerf af hamingju ... þó hún væri kannski eitthvað blendin í fyrstu" (44). Og sú kona er lotleg á haustdegi í bók- arlok sem hefur orðið að sjá á bak Umsagnir um bœkur Markúsi til móður hans og þarf ekki lengur að ala önn fyrir honum. Kerlingarslóðir er þjóðfélagslegt verk sem einkum ræðir vanda kvenna í nú- tíma borgarsamfélagi, þótt margir þættir aðrir séu í sögunni. Umfjöllun höfund- ar á vanda einstæðra mæðra, tvöfaldri ábyrgð þeirra, vinnuálagi og fyrirlitn- ingunni sem þær mæta í karlasamfélag- inu, er ákaflega raunsæ. Hún eyðir hvorki tíma í útskýringar né fellir dóma, hún lýsir fólkinu sínu, konunum sín- um, Stínu, Rikku, ömmu og mömmu Markúsar, gamla lífinu í kjallaranum og öllum hinum, á frábærlega lifandi hátt, bregður upp skyndimyndum úr vinn- unni, strætisvagninum, götunni, sem segja meira með því að sýna en langar frásagnir. Þótt meginefni Kerlingarslóða sé þannig jafnjarðbundið og óvelkomnar barneignir er stíllinn á sögunni ljóð- rænn og minnir oft á prósaljóð. Eins og þau er sagan orðfá og knöpp svo að hún gerir miklar kröfur til lesanda síns. Hann verður að íhuga nærri hverja málsgrein. Sagan er líka full af kímni, ekki síst þeir kaflar sem segja frá Markúsi, en kímnin verður kaldhæðnis- leg þar sem fjallað er um samfélagsmál. Mikil náttúruást er í sögunni og áhugi á náttúruvernd. Sögumanni er í mun að berjast fyrir rétti lítilmagnans hvort sem hann er selur, fugl, jurt eða barn. Frágangur á bókinni er hinn besti og forsíðumynd Haralds Guðbergssonar bæði falleg og sniðug, en allt ytra útlit er þó í daufara lagi. Bækur þurfa að vera áberandi til að vekja athygli, og þessi bók þarf að vekja athygli, hún á erindi til margra. Hún er athyglisverð- ust þeirra bóka úr síðasta flóði sem ég hef enn lesið. Silja Aðalsteinsdóttir. 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.