Tímarit Máls og menningar - 01.03.1977, Síða 121
á úrvölum. Vissulega er það rétt að þau
gefa aldrei heildarmynd af kveðskap
skálda. Hins vegar hafa þau oftlega orð-
ið mönnum hvatning til að kynna sér
verk þeirra betur. Hugmyndir ritdómar-
ans um að nær hefði verið að gera heild-
arútgáfu á ljóðum Jóns eru sannast að
segja svo fjarri öllu raunsæi, að hekt
gæti hvarflað að manni að hann hefði
aldrei barið augum það sem eftir skáld-
ið liggur. Heildarútgáfa fyllti þúsundir
blaðsíðna og yrðu vandfundnir útgef-
endur og kaupendur að henni. Auk þess
Athugasemd um umsögn
er þó u. þ. b. allt sem Jón kvað til á
prenti, meðan margur annar höfundur
má una við handritageymd.
4. Eins og ég sagði í upphafi er ekki
ætlunin að þrátta við ritdómarann um
matsatriði. Þó get ég ekki stillt mig um
að benda honum á að allur sá misskiln-
ingur og einfeldningshátmr sem hann
sakar mig um er á sviði sagnfræði. Um
bókmenntalega hlið er hann afmr næsta
fáorður. Kannski hefði þó verið örlítil
sanngirni í að athuga hana líka?
Heimir Pdlsson.
Félagsráð Máls og menningar eftir aSalfund þess fyrir árið 1975.
Kosnir til ársins 1980: Anna Einarsdóttir, Gísli Ásmundsson, Halldór Laxness,
Haukur Þorleifsson, Magnús Kjartansson, Ragnar Olafsson, Snorri Hjartarson,
Þrösmr Olafsson.
Kosnir til ársins 1979: Jakob Benediktsson, Jónsteinn Haraldsson, Ólafur R. Ein-
arsson, Páll Skúlason, Sveinn Aðalsteinsson, Þorleifur Einarsson, Þorleifur Hauksson.
Kosnir til ársins 1978: Björn Svanbergsson, Björn Þorsteinsson, Guðrún Helga-
dóttir, Guðsteinn Þengilsson, Jón Guðnason, Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Kosnir til ársins 1977: Árni Bergmann, Árni Böðvarsson, Halldór Stefánsson,
Hermann Pálsson, Lofmr Guttormsson, Sigfús Daðason, Sigurður Ragnarsson, Svava
Jakobsdóttir.
Kosnir til ársins 1976: Helgi Hálfdanarson, Jón Hannesson, Jón Helgason, Lárus
H. Blöndal, Margrét Guðnadóttir, Óskar Halldórsson, Vésteinn Lúðvíksson.
107