Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 5
Einar Kárason
Ádrepur
Óvæntir bandamenn
Mikil er umhyggja þjóðarinnar fyrir bókmenntunum. Þao urðu nu ekki svo
lítil læti hérna í vor útaf tillögum á þingum sem áttu að spo. . gern háskanum
sem af því getur hlotist að óvandaðir menn séu að þýða skáldveri' okkar,
jafnvel yfir á mengaðar og spilltar tungur einsog þær sem talaðar eru annars-
staðar á Norðurlöndum. Var því jafnvel fleygt að okkar tunga væri slíkt
grunnmál að íslensk verk hefðu ekkert nema skaða og limlestingar uppúr því
að vera snúið á önnur mál. Nú átti að blása til krossferðar og höfða til þjóðar-
samstöðu, og glöggur maður sem ég hitti sagði að lokaskrefið yrði líklega að
fá þýddar til baka þær íslenskar bækur sem einhverntíma hefði verið snarað til
annars máls, þeas. þeim yrði snúið aftur yfir á móðurmálið, og þannig skilað
heim, einsog fornu handritunum.
Eg veit að mörgum íslenskum höfundum þótti þessi skyndilega umhyggja
fyrir verkum þeirra koma úr fremur óvæntri átt, og þótt mér sé ekki kunnugt
um að höfundar hér hafi yfirleitt verið spurðir álits á þessu nýja herbragði, og
ekki heldur samtök þeirra, er engin ástæða til að efast um heilindi Arns
Johnsen og kollega hans úr þingflokki sjálfstæðismanna, eða góðan hug í gard
íslenskra rithöfunda og þeirra iðju. Astæða til þess að höfundarnir voru hálf-
partinn utangarna í þessu spjalli kann líka að hafa verið sú, að þeir höfðu ekki
tillögurétt eða málfrelsi á þessum háu þingum, og urðu því flestir að fylgjast
með álengdar einsog saklausir sjónarvottar, hvað næst yrði ákveðið um mál er
snertu þeirra hagi.
En í 1. og 2. tbl. TMM þessa árs birtist löng og mikil grein, sem næstum má
skoða sem fræðilegt innlegg í baráttu alþingismannanna, og þarsem Tímaritið
er þó vettvangur þarsem fleiri en beinlínis þjóðkjörnir fulltrúar geta lagt orð í
belg, vildi ég fyrir minn hatt reyna að læða inn nokkrum minniháttar athuga-
semdum.
Greinin er eftir Helgu Kress og nefnist Urvinnsla orðanna. Hún fjallar
aðallega um útkomu bókarinnar Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur á
norsku fyrir níu árum, en einsog við er að búast verður þetta Helgu tilefni til
267