Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 11
Halldór Gubmundsson Otto Weininger og Vínarborg um aldamótin 1900 Hugleiðing um módernisma Ótrúlega margt úr sjálfsmynd Vesturlandabúa má rekja aftur til þess nýja mannskilnings sem mótast samhliða svonefndum módernisma í bók- menntum og listum í kringum síðustu aldamót. Því hefur verið haldið fram að á þeim tíma hafi evrópskir menntamenn tekið skrefið frá því að álíta manninn öðru fremur skynsama og rökbundna veru, til þess að telja hann leiksopp sálrænna afla sem hann hafi ekki nema mjög takmarkaða stjórn á. Og víst er að efinn um sjálfsvitundina, sem var samstiga tak- markalausri sjálfskönnun hjá stórum hópi lista- og menntamanna á þess- um tíma, hefur fylgt okkur allar götur síðan. A síðustu árum hefur eflst sá straumur meðal evrópskra menntamanna sem heldur því fram að einnig mannssýn módernismans hafi verið tálsýn, full af blekkingum um sjálfs- veru mannsins og möguleika hans til að öðlast sanna vitund um sjálfan sig með hjálp tungumálsins. Við erum ekki bara leiksoppar sálrænna afla, heldur öðru fremur fangar í tugthúsi tungumálsins, dæmd til lífstíðar án þess að geta sótt um náðun. Einu skynsömu viðbrögðin eru að hafna allri skynsemi, hætta að telja okkur trú um að við getum höndlað umheiminn með hjálp mannlegs máls. Upp er runnin tíð hins póstmóderníska blaðurs. Raunar voru margir módernistar aldamótanna ekki langt frá þessum þankagangi, jafn róttækur og efi þeirra um öll viðtekin verðmæti og allan fyrri sjálfsskilning einatt varð. Einn þeirra var Otto Weininger, höfundur verksins Kynferði og skapgerð (Geschlecht und Charakter), sem varð einhver umtalaðasta bók í Evrópu fyrir 1914, ekki síst vegna þess að höfundurinn framdi sjálfsmorð hálfu ári eftir að hún kom út vorið 1903. Eftir stríð féll Weininger í svo rækilega gleymsku að fæstir hefðu trúað að hann ætti þaðan afturkvæmt, en á síðustu árum er aftur farið að lesa verk hans: það hefur verið gefið út aftur í Þýskalandi, á Englandi og Italíu, þar TMM XVIII 273
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.