Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 14
Tímarit Máls og menningar hugmyndafræði og raunverulegra athafna, milli orðs og æðis í þessu ríki. Hræsni var öruggasta leiðin til metorða á síðustu áratugum Habsborgara- veldisins, og hörðustu gagnrýnendur samfélagsins beindu spjótum sínum öllu öðru fremur gegn henni: Þar má nefna blaðamanninn Karl Kraus, lækninn Sigmund Freud og rithöfundinn Arthur Schnitzler. I raun voru þetta synir að rísa gegn feðrum, afkvæmi þeirra vel stæðu borgara sem byggt höfðu Ringstrasse snerust gegn hugmyndafræði feðra sinna. En andófið var ekki pólitískt í eiginlegum skilningi, það birtist öðru fremur á sviði listarinnar og gat af sér nýstefnuna, módernismann. Hin nýja kynslóð í borgarastétt Vínar leit öðru vísi á listina en sú eldri: Kynslóð Griinder-tímans (þriðji fjórðungur 19. aldar, mín aths.) var þeirrar skoðun- ar að „viðskipti va;ru viðskipti" og að listin væri í kjarna sínum skraut (viðskipta)lífs- ins. Synir þessara manna litu á listina sem eitthvað skapandi og héldu því fram að „list væri list“ og viðskipti þreytandi truflun frá (listrænni) sköpun. Kynslóð Grunder- tímans unni þeirri list sem vegsamaði gildi fortíðarinnar; þessir menn voru safnarar, eða umsjónarmenn þeirra safna sem þeir höfðu gert heimili sín að. List yngri kynslóðarinnar horfði þar á móti fram á við og var nýskapandi, og höfundum sínum var hún þungamiðja lífsins.' Hin nýja kynslóð listamanna ætlaði að skapa verðmæti handa þeim sem ekki trúðu því lengur að samfélagið byggi yfir einhverjum siðferðilegum gildum. Þessi verðmæti var að finna í listinni væri hún tekin alvarlega og tengd innri veruleika listamannsins. Þetta var andóf gegn skynsemis- hyggju borgarastéttarinnar af hálfu þeirra sem höfðu séð í gegnum hræsni hennar, en voru þó sjálfir börn hennar. Þeir gátu ekki tengst þeim þjóðfé- lagsöflum sem þá voru að stíga fram á svið sögunnar, en gátu ekki heldur sætt sig við sívaxandi aðskilnað opinbers tungumáls og raunverulegrar lífsreynslu. Hin nýja kynslóð módernískra listamanna leitaði umfram allt sannleikans, og hún leitaði hans innra með sér. Miskunnarlaus sjálfskönn- un hins ofdekraða unglings markar upphaf módernismans. Ekkert minna en fullkomnun Hvergi var opinber hræsni keisaraveldisins meira áberandi en á sviði kynferðismála. A kynlífið mátti aldrei minnast og þess vegna voru allir með það á heilanum. Með orðum Stefan Zweig: Þessi „félagslega siðfræði", sem undir niðri viðurkenndi tilvist kynhvatanna, en vildi þó með engu móti láta þetta uppskátt, var sjálfri sér ósamkvæm á fleiri en einn veg. Fólk lést ekki sjá, að ungir menn hefðu kynhvatir, en deplaði þó til þeirra auga til merkis um, að óhætt væri „að hlaupa af sér hornin", eins og það var orðað á spaugsömu fjölskyldumáli. Gagnvart konunni var hins vegar um enga slíka tilslökun að ræða.2 276
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.