Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 15
Ottó Weininger og Vínarborg Kynferðismálin var það svið þar sem mótsögnin milli opinberrar hug- myndafræði sem þóttist vera skynsamleg og rökleg, og raunveruleikans hefur verið hvað stærst. Vinsældir Weiningers byggðust ekki hvað síst á því að hann fékkst einmitt við þessi mál. En verk hans var líka liður í uppgjöri æskumanna þessa tíma við borgaralega skynsemishyggju yfir- leitt. Menn voru að finna sér ný viðmið og ný átrúnaðargoð, samanber eftirfarandi mynd Zweigs frá skólaárunum: Meðan kennarinn þuldi sinn margtuggna fyrirlestur um „Bernskan skáldskap og tilfinningaskáldskap" eftir Schiller, lásum við Nietzsche og Strindberg undir borð- um, en þeirra hafði hinn frómi öldungur aldrei heyrt getið.3 Innhverf sjálfsskoðun aldamótanna takmarkaðist ekki við ljóðskáld. Miklu stærri hópur menntamanna, sem stóð utan ráðandi hóps í samfé- laginu, tók þátt í því sem bandaríski sagnfræðingurinn Carl Schorske hefur kallað atlöguna að hinum skynsama manni, „sem varð að víkja fyrir þessu ólíkt innihaldsmeira, en hættulegra og þokukenndara kvikindi, hinum sálfræðilega manni.“4 Það liggur við að hægt sé að fylgja þessari þróun í verki Weiningers um kynferði og skapgerð, því það skiptist í tvo hluta, þar sem sá fyrri hefur yfir sér miklu sálvísindalegra yfirbragð, á meðan háspekilegar hugsanir Weiningers um tilgang konunnar og tilver- unnar yfirleitt setja svip sinn á seinni hlutann. Aðferð Weiningers er andsöguleg, og hann telur kenningar sínar byggj- ast á óbreytanlegum forsendum tilverunnar. Hann ætlar sér að hreinsa til í umræðu sem var þó, eins og hún þá var, mjög tengd þessu söguskeiði, nefnilega umræðunni um stöðu konunnar og jafnrétti kynjanna. Weining- er byrjar á því að búa til tvær hreinræktaðar manngerðir, eins konar frummyndir: Karl (Mann, M) og konu (Weib, W). Hann fullyrðir að allt raunverulegt fólk sé í líffræðilegum skilningi eins konar blanda af þessum manngerðum, margir karlmenn t.d. samsetningur á borð við ^ÁM+'/tW. Það sem hann svo segir í bókinni um konuna almennt á semsé við þessa frummynd en ekki allar núlifandi konur. Annan mikilvægan fyrirvara verður að hafa um kenningar Weiningers. Háspekilegar niðurstöður hans hafa ekki í för með sér tilteknar samfélags- legar athafnir, og hér sver hann sig í ætt við þá borg sem hann ólst upp í. Þrátt fyrir það sem hann segir um skelfilega eiginleika konunnar er hann til dæmis fylgjandi fullu jafnrétti kynjanna að lögum: „I þessu verki, þar sem reynt er að brjóta til mergjar umræðuna um stöðu konunnar, er fremur sett spurningamerki við þá þrá konunnar, að verða eins og karlmaðurinn er í innsta eðli sínu“5, sem er reyndar gagnrýni á hefð- bundna jafnréttisbaráttu sem einnig hefur heyrst innan nýju kvennahreyf- 277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.