Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar kynjanna innbyrðis. I fyrsta lagi er eins og Weininger gangi út frá aðskilnaðinum sem var milli yfirlýstra siðferðilegra gilda og raunverulegrar hegðunar í því samfélagi sem hann bjó við, og nánast fullkomni þennan aðskilnað. Viðmið hans eru hin viðteknu verðmæti en sjálfum sér sam- kvæmur gerir hann eftirsóknina eftir þeim að fullkomlega óframkvæman- legum draumi. I öðru lagi verður konan hjá honum, rétt eins og hjá Strindberg, öðrum þræði tákn hvatalífsins, hins líkamlega og jarðneska sem reynist fullkomnunarþrá þeirra óyfirstíganleg hindrun. I konunni hötuðu þessir menn eigin breyskleika, sem stóð í vegi fyrir því að þeir næðu fullkomnuninni sem þeir stefndu að. Loks má leiða að því rök að þegar Weininger er að skrifa um konuna sé hann öðrum þræði að skrifa um það svið, sem samtímamaður hans í Vínarborg var að „uppgötva“ á sama tíma, undirmeðvitundina eða dulvit- undina. Sumt af því sem Weininger segir um hvernig hugur konunnar starfi, hvernig hugsun hennar sé háð tilfinningum og líkamlegum skynjun- um, minnir á umfjölhin Freuds um hugarstarf dulvitundarinnar. Þegar Weininger er að lýsa konunni, er hann því líka að lýsa sínu innra sálarlífi, og þeim hindrunum sem þrá hans eftir fullkomnun þarf að mæta. „Ottinn við konuna“, segir hann á einum stað í Kynferði og skapgerð, „er óttinn við tilgangsleysið: það er óttinn við freistandi hengiflug tómsins." Þráin eftir guðdómleik mannsins bar dauðann í sér. Kvenhatur Weiningers er því öðrum þræði sjálfhatur, rétt eins og gyðingahatur hans. Gyðingdóm- urinn var í hans augum einhvers konar tegundarhyggja, og því versti fjandmaður þeirrar taumlausu einstaklingshyggju sem hann aðhylltist sjálfur. Maðurinn er algerlega einn, og hann verður að leita fullkomnunar einn. Þegar Weininger varð ljóst að hann myndi aldrei ná því marki sem hann hafði sett sér átti hann ekki annars úrkosta en að fremja sjálfsmorð, og það gerði hann í fyrstu morgunskímunni þann 4. október 1903 í því húsi í Vínarborg, þar sem Beethoven dó. Sjálfskönnun og samfélag Hvað fól „fullkomnun" eiginlega í sér að dómi Weiningers og félaga hans? Það er ekki alltaf ljóst en þó virðist sem snillinginn hafi að þeirra dómi átt að prýða margir þeir eiginleikar, sem feður þeirra höfðu einnig álitið göfugasta. Sjálft gildismatið var ekki gerbreytt, breytingin fólst miklu fremur í því að hinir ungu módernistar tóku gildin alvarlega, voru sjálfum sér samkvæmari. Þeir höfðu fyrir augunum djúpið sem var staðfest milli hugtaka og lífsreynslu í ríkjandi hugmyndafræði austurríska keisaradæm- 280
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.