Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 21
Robert Musil: Kákánía Eftirfarandi lýsing á tvíríkinu Austurríki-Ungverjalandi er tekin úr skáldsögu Robert Musil (1880-1942) „Der Mann ohne Eigenschaften“ (Maður án eiginleika). Þetta er afar viðamikið verk, en ófullgert, og komu fyrstu hlutar þess út á árunum 1930-1933. Musil nefndi sögusvið sitt Kákáníu vegna þess að öll opinber fyrirbæri þessa ríkis voru merkt tveimur káum: Austurríska keisaradæminu og Konungsrík- inu Ungverjalandi. Irónía verksins — sem glöggt birtist í þessum stutta kafla — er ekki hvað síst fólgin í því að tími þess eru árin 1913-1914, rétt áður en þær miklu hörmungar sem leiddu til endaloka tvíríkisins dundu yfir. Á þessum tíma er í Kákáníu hafinn undirbúningur hátíðahalda í tilefni sjötíu ára krýningarafmælis Franz Jósefs keisara árið 1918, rétt eins og engin verkefni séu meira áríðandi í þessu landi sem „eftilvill þegar öllu er á botninn hvolft var land fyrir snillinga." í Kákáníu, þessu misskilda ríki sem nú er liðið undir lok, sem var um svo margt til fyrirmyndar en naut aldrei sannmælis, þar var líka hraði, en ekki of mikill hraði. Þegar maður var staddur erlendis og hugsaði heim skaut alltaf upp minningunni um hvít, breið, íburðarmikil stræti er fótgönguliðar og póstvagnar streymdu um ríkið þvert og endilangt einsog skipuleg fljót, einsog renningar úr ljósu hermannaklæði, og umluktu löndin hvítum pappírsarmi stjórnvalda. Og hvílík lönd! Jökla og höf var þar að finna, kalkfjöll og kornakrana í Bæheimi, nætur með skortítusuði við Adríahaf og þorp í Slóvakíu þarsem reykur leið frá strompi einsog frá uppbrettu nefi, en þorpið kúrði milli tveggja lítilla hæða rétt einsog jörðin hefði lokið í sundur vörunum tilað hita barni sínu. Að sjálfsögðu fóru einnig bílar um þessi stræti; en ekki of margir bílar! Einnig hér gerðu menn ráðstafanir tilað sigra loftið; en ekki of harkalegar. Það bar við að skipi var siglt til Suður-Ameríku eða Austur-Asíu; en ekki of oft. Ríkið hafði engan metnað tilað verða heimsveldi, hvorki efnahagslega né landfræðilega; það var í hjarta Evrópu, á mótum hinna fornu heimsása; nýlenda og löndin handanhafs — 283
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.