Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 33
Loftur á „hinu leiksviðinu“ stöðugt til föðurins, ýmist ögrandi eða með skírskotun til réttvísi hans. Það er eins og hún sé að reyna af öllum kröftum að ná sambandi við Loft fyrir tilstilli föðurins — en hún rekst þar alltaf á vegg. Og þegar öll sund hafa lokast velur Steinunn masókíska lausn, hún beinir reiði sinni og árásargirni inn, gegn sjálfri sér. Ofsafengnasta tjáning slíkrar árásargirni er að drepa sjálfan sig. Hér hefur verið rætt um ástir Lofts og kvennanna tveggja sem koma við sögu hans í leikritinu. Sambönd hans við þær eru flókin og hin stöðuga íroníska fjarlægð í verkinu gerir þau enn flóknari, blekkingarnar eru afhjúpaðar um leið og þær eru búnar til. En Galdra-Loftur fjallar ekki fyrst og fremst um samband og sambandsleysi Lofts og Dísu eða Steinunnar. Höfuðátök verksins eru á milli Lofts og föður hans og samband þeirra er lykillinn að þeim sálarháska sem leikritið fjallar um. IV. Ráðsmaðurinn er skýr persóna strax í fyrstu setningunum sem hann segir í leikritinu. Hann stendur fyrir fjárhagsmálum biskupssetursins og gerir það af hörku og skörungsskap. Hann hefur meiri völd en hann „ætti að hafa“ af því að biskupinn er tómlátur um veraldarvafstur og sættir sig við að deila völdunum með föður Lofts. í fyrsta atriðinu kemur samt í ljós að einhver rígur er þarna á milli; biskupsfrúin er kuldaleg, jafnvel háðsk og móðgandi í tilsvörum við ráðsmanninn og síðar staðfestir Dísa í samtali við Loft að móðir hennar sé ekki ánægð með umsvif föður hans (eða um- svifaleysi eiginmannsins?) (37). I ljósi þessa verða draumar föðurins um framu'ð Lofts skiljanlegir; hann vill að sonurinn verði nákvæm eftirmynd sín en að auki á Loftur að uppfylla bælda metnaðardrauma föðurins — hann á að verða biskup. Ráðsmaðurinn dregur enga dul á það hve mjög hann elskar son sinn eða sjálfan sig í mynd Lofts. Hann gerir engar kröfur til Lofts aðrar en þær að sonurinn fari í einu og öllu að hans vilja, honum dettur ekki í hug að leyfa Lofti að vera sjálfstæð persóna eins og sjá má: RÁÐSMAÐURINN: Ég kýs helst, að þú hlustir þegjandi á mig því að annaðhvort segir þú mér ósatt eða þú talar í hreinskilni, og mér er hvorttveggja jafn óljúft. (43) Faðirinn bannar Lofti að elska Steinunni, býður honum að giftast Dísu, sýni sonurinn óhlýðni er járnhönd í silkihanskanum. Hann talar um „að beita valdi“, um reiði sína sem eigi „að vofa yfir Lofti eins og þrumuský“ og segir að lokum „ . . . sorg mín stendur við hurð þína og hlustar“ (43). Engu að síður er persóna föðurins eins og hún birtist á sviðinu í litlu 295
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.