Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 38
Tímarit Máls og menningar hans og þess vegna getur hann ekki bætt úr honum öðru vísi en með loft- köstulum, fantasíum sem innihalda ekkert annað en það sem hann er að flýja undan. Hin unga ást hans á Dísu virðist opna honum leið út úr þessum sálarháska og hvað eftir annað talar hann (og Julia Kristeva) um ástina sem læknandi afl. En Jóhann Sigurjónsson lokar þessari leið eiginlega strax og sýnir með íronísku sambandsleysi Lofts og Dísu að Loftur er ekki fær um að elska þó að hann þrái það ákaflega. Dísa hættir líka að vera val Lofts þegar faðirinn gerir hana að sínu vali í upphafi annars þáttar: Ef þú vilt gleðja föður þinn, þá reyndu, áður en þú ferð héðan, að ná ástum ungrar stúlku af göfugum ættum. Eg hygg, að þú munir ráða í það, við hverja ég á. Þegar þú kemur heim aftur úr utanförinni, kynni það að vera orðið um seinan. Og í útlöndum verða óefað margar freistingar á vegi þínum. Gegn þeim er engin vörn betri en að vita einhverja bíða sín með óbilandi trausti. (45) Faðirinn vill að Dísa verði sú Penelópa sem bíður Odysseifs þegar hann snýr heim og nú liggur það fyrir Lofti að framkvæma vilja föðurins eða skapa sinn eigin vilja, ganga gegnum þau átök sem hann óttast svo mjög. Og það er Steinunn sem þvingar hann til uppgjörsins. Þáttur föðurins er afar athyglisverður í uppgjöri Lofts og Steinunnar. Hún vísar til föðurins (51) og virðist ganga út frá því að hefði Loftur sagt föðurnum frá sambandi þeirra hefði það tryggt henni Loft, þau hefðu staðið saman gegn föðurnum. Þegar hún hefur hins vegar sagt Lofti frá barninu gjörbreytist hann og í sviðsleiðbeiningum segir: (gengur um gólf, nemur staðar í miðju tali við og við. Ákveðni hreimurinn í röddinni minnir áföður hans.) (55) Þetta þýðir ekki að Loftur samsami sig föðurnum, ekki enn . . . þetta eru hrein hlutverkaskipti. Loftur leikur föðurinn og faðirinn hafnar bæði Steinunni og barni hennar. Steinunn skilur merkingu þessa og hótar að eyðileggja Loft og drepa þar með föðurinn: Allar framtíðarvonir þínar verða að engu. Það verða stór vonbrigði fyrir föður þinn. Gömlum manneskjum getur orðið svo hlægilega mikið um vonbrigði. (Hlær) Þær geta dáið af þeim. Þú ert einkason- urinn, og þú verður honum til vansæmdar. (56) Og í síðasta sinn vísar Steinunn til föðurins en í þetta sinn eins og þau standi saman á móti Lofti: „Eg ímynda mér að honum finnist það skylda þín, að þú viðurkennir barnið þitt.“ En nú dugir þetta ekki gegn Lofti. Oll spenna er horfin úr sambandi hans og föðurins þegar hann svarar: „Þú getur eyðilagt fyrir mér framtíðarvonir mínar. Þú getur gert föður minn 300
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.