Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 41
Loftur á „hinu leiksvibinu“
riðinu. Út frá greiningunni hér að framan getum við túlkað Gottskálk sem
einhvers konar föður, en þá í víðustu merkingu hugtaksins. Gottskálk
hefur það sem Loftur vill fá, þekkinguna ótakmörkuðu og þar með valdið,
um leið er hann tengdur eldinum, myrkrinu og dauðanum. Kannski er
hann Guð-faðir?
Við getum líka sagt að orsökin fyrir angist Lofts og sálarlegri upplausn,
orsök þess að hann getur ekki upphafið ráðsmanninn, föður sinn, og
samsamað sig honum, séu móðurbindingar sem hann verður að losna
undan áður en hann getur haldið lengra. I ljósi þess gætum við sagt að
Gottskálk sé frummóðirin, sú hin þráða og hataða. Um leið erum við hér
komin nokkuð langt frá sjálfum textanum og það er alltaf vafasamt í
bókmenntafræðum og kannski vafasamast þegar unnið er með jafnvand-
meðfarna aðferðafræði og sálgreininguna.
Það skiptir kannski ekki heldur máli hver Gottskálk er vegna þess að
hlutverk hans í leikritinu er alveg skýrt — hann segir þessa einu setningu:
„I dimmunni áður en þú fæddist klauf hið illa vilja þinn.“ Og þá „ræður
Loftur sér ekki fyrir fögnuði“ og hrópar: „Loksins!" „Hið illa“ hefur hér
að framan verið túlkað sem meðvitund Lofts um blekkinguna, meðvitund-
in um merkingarleysið sem klýfur alla hans tilveru og gerir hana að
þversögn; hann berst fyrir ástinni sem hann er ófær um að taka á móti,
hann heldur dauðahaldi í stórmennskudrauma sem eru aðeins flótti frá
vissunni um fullkomið getuleysi og vanmátt. Allt sem Loftur segir um
sjálfan sig er hvort tveggja í senn, örvæntingarfull tilraun til að tjá öðrum
upplausn sína og fela hana um leið. Loksins stendur hann frammi fyrir
þeim sem skilur klofna verund hans, angist, ótta og sorg. „Augnablik
sannleikans“ er runnið upp og um leið slokknar öll spenna í persónunni.
En enginn getur eytt allri spennu okkar nema dauðinn. Er þá Gottskálk
sjálfur dauðinn?
Þessar spurningar sýna fyrst og fremst óendanlega túlkunarmöguleika
verksins, óhugnaðinn sem í því býr og sálfræðilega dýpt þess. Það er
þrennt sem gerir Galdra-Loft að afskaplega nútímalegu verki; efni þess
eða „hin narkissíska kreppa", íronía þess og loks málið á leikritinu.
Texti Lofts í leikritinu er Loftur og tjáning hans, málið sem Jóhann
Sigurjónsson lætur hann tala er eitt af því sem gerir Galdra-Loft að
,,módernísku“ verki.22 Og það er jafnframt bæði styrkur og veikleiki þess.
Tjáning Lofts er jafn firrt og hann sjálfur. Jóhann notar myndmál og
dæmisögur mikið eins og gert er í bókmenntum samtíma hans, en margar
af myndum Lofts eru afar torskildar. Eins og áður er fram komið eru
ákveðin lykilorð að hugarheimi Lofts, en hluti af táknkerfi hans er
persónulegur, í þeim skilningi að það hefur aðeins merkingu fyrir hann
303