Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 42
Tímarit Máls og menningar einan, eins og lítt er um sálsjúkt fólk. Þetta kemur fram í texta Lofts og í því að aðrir skilja hann ekki: OLAFUR: Eg fer að verða hræddur um að þú sért ekki með öllu viti. (32) STEINUNN: Hvernig á ég að vita, hverju þú leynir á bak við orðin. Þú berð þau fyrir þig eins og skjöld. (53) DISA: (óumrœdilega hrygg) Hvernig á ég að vita, hvort þú talar sannleika eða lygi? (74) Það er óhjákvæmilegt að áhorfendur leikritsins lendi í sömu erfiðleikum og Ólafur, Steinunn og Dísa á köflum og að því leyti er Galdra-Loftur ef til vill gallað leikverk, upplausnin sem lýst er, hin narkissíska kreppa, er á mörkum þess að gera það örvæntingarfulla sambandsleysi sem fjallað er um, að veruleika. V. Það er líka löng hefð fyrir því að misskilja Galdra-Loft eins og Jón Viðar bendir á í grein sinni.23 Leikritið fékk kaldar viðtökur þegar það var frumsýnt í Kaupmannahöfn árið 1915. Gagnrýnendur túlkuðu verkið þá og lengi síðan, eins og það væri leikgerð á þjóðsögunni um Galdra-Loft eða Faust eftir Goethe eða úrvinnsla á ofurmennishugtaki Nietzche.24 Það er ekkert af þessu — þess vegna er það misheppnað. Svona hringsannanir eru ekki merkilegar, en hitt er athyglisvert hve mjög menn hafa laðast að þessu verki um leið og þeir hrökkva frá því. Ég fæ ekki betur séð en að þetta tvíbenta viðhorf til Galdra-Lofts stafi af því að menn nálgast það eins og borgaralegt raunsæisverk frá 19. öld og ætla sér að lifa sig inní aðalpersónuna, samsama sig henni og lifa hennar lífi. Það er hins vegar ekkert „þægilegt" að samsama sig Lofti eins og fram er komið. Og menn vilja það ekki. Lausnin er sú að gera Loft að tragískri hetju og höggva þá af hæl og tá — eða láta sér fátt um finnast og segja að verkið sé misheppnað. I yngri túlkunum verksins er skilningurinn orðinn opnari, meiri vilji til að nálgast textann á hans forsendum, en þar er að finna sömu tilhneiginguna til að búa til samræmi, líta fram hjá þversögn- um textans og hinu óhugnanlega, fráhrindandi við hann. Um leið er það hið demoníska í verkinu, sem laðar menn að því aftur og aftur. Julia Kristeva segir að meðvitundin um „hið fráhrindandi“, „hið óhugn- anlega" sé það sem einkennir raunverulegar nútímabókmenntir. „Hið óhugnanlega" er reynsla okkar af fyrsta aðskilnaðinum, einsemdinni, klofningi verundarinnar milli ástar og viðbjóðs, mörunni sem liggur til grundvallar sjálfi okkar. Þessi reynsla er svo ógnandi að öll menningar- 304
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.