Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Síða 57
„Ljóðafugl lítinn ég geymi ...
Er slíkum hamförum veldur vetur,
jeg, vinur, uni mjer hjá þjer betur,
þá kýs jeg með þjer að lesa Ijóð
við ljós og friðsæla aringlóð.
Þá finnst mjer sumar, þó frostið næði,
mjer færa sólskin þín ástarkvæði;
Svo bíð jeg róleg unz batnar tíð
og blika fjólur í álfahlíð.
Vali konunnar á hefðbundnu kvenhlutverki fylgir óvirkni: “Svo bíð jeg
róleg", innilokun við „friðsæla aringlóð“ heimilisins og umfram allt
endalok listrænnar sköpunar hennar. I upphafi ljóðsins lítur konan á sig
sem skáld: „Nú skal jeg syngja um sumargleði“ en eftir að hún fórnar
frelsinu fyrir öryggið „syngur" hún ekki lengur heldur les ljóð annarra og
hlustar á ástarkvæði elskhugans.
Afneitun þess frelsis sem listamanninum er nauðsynlegt virkar ósann-
færandi sé bókin skoðuð í heild því að sums staðar kemur fram greinileg
togstreita milli frelsisþrár og þrár eftir öryggi en langoftast er frelsið eitt
efdrsóknarvert. Enda gefur ljóðið í skyn að hér sé e.t.v. aðeins um
tímabundið ástand að ræða, sbr.: „Nú sefur þrá mín...“ og „nú vil jeg
heldur þjer vaka hjá“, hvað sem seinna verður, og alltaf má búast við því
að það sem sefur, en er ekki dautt, vakni aftur.
I ljóðinu Er xskan og vonirnar kalla (bls. 82) birtist togstreitan milli
frelsis og öryggis í mynd ofbeldis. Konan í ljóðinu vill njóta þess frelsis
sem listamanninum er nauðsynlegt, en um leið vill hún njóta samfylgdar
við elskhuga sinn, hún vill fá að fljúga og hún vill fá hann til að fylgja sér á
fluginu:
Því öll mín huggun, öll mín von,
er æfigleðin þín,
að sjá þig búa sælan æ
við sömu kjör og mín.
Jeg get ei lægt hið ljetta flug,
nje lamað vængja þor,
og svífir þú í sömu átt
er sífellt himneskt vor.
í bókmenntum er óalgengt að skáldin (=karlarnir) bjóði konum upp á
samfylgd á flugi sínu. Þær eru vanar að bíða eftir körlunum meðan þeir
319