Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 60
Tímarit Máls og menningar
beinlínis með myndum af innilokuðum konum, þannig að andstæðurnar
milli hlutskiptis konunnar og skáldsins verða áþreifanlegri.
Ljóðið / skantbúningi (1920, bls. 22) birtir ákaflega fallega mynd af
konu sem er „ítur, dagbjört og frjáls“. Konan er á skautbúningi sem hún
hefur saumað sjálf og með því fellt þörf sína til listsköpunar í þann viður-
kennda farveg að skreyta sjálfa sig:
List er, hve lagði rósir
með litbrigðum höndin smá;
það er sem þær lifi og angi,
sem álfar felist þeim hjá.
En ekki er allt sem sýnist með saumaskapinn; ef „að er vandlega gætt“ sést
að eitthvað hefur farið úrskeiðis því “einstök spor snúa öfugt“. Við fáum
að vita að öfugsporin stafa af því að einhver hefur legið á glugganum hjá
henni. Af áhrifunum sem augu gluggagægisins hafa á konuna og því á hve
jákvæðan hátt gægjunum er lýst hljótum við að álykta að hér sé elskhugi
hennar á ferð:
Frá glugganum yndisleg augu
á hana skinu heitt;
því titraði haga höndin. —
O, heimur, þú veizt ekki neitt.
Niðurstaða ljóðsins er sú að konan er sátt við innilokun sína en hún er
langt frá því að vera frjáls, hún losnar aldrei undan karlveldinu. Meðan
hún situr fyrir innan gluggann mun það fylgjast með henni gegnum
gluggann og valda því að „fingrunum fipast“ þannig að sporin „snúa
öfugt“.
Vitund um innilokun og einangrun kvenna og áhrif karlveldis á list-
sköpun þeirra kemur víða fram í þessum tveimur bókum, þótt sú vitund
birtist ekki alltaf á jafn jákvæðan hátt og í ljóðinu hér að framan.
Ljóðið / Drangey (1920, bls^29þfjallar um einangrun skáldkonunnar og
útilokun hennar frá bókmenntahefðinni. Skáldkonan líkir sér við Gretti í
útlegðinni í Drangey: „Jeg þarf að sækja mjer æskueld,/ því alein í
Drangey bý jeg.“ En eldurinn sem konan þarf að sækja til meginlandsins
er annar en sá sem Gretti skorti: „Jeg þarf að sækja mjer andans eld/ sem
útlægur Grettir, um sundin“. Hún upplifir andlega útlegð sína eins og
Grettir félagslega útlegð sína forðum. Sinn „andlega eld“ þarf hún að
sækja til ríkjandi hefðar: „A meginströndu skín ljós við ljós./ Til lands
322