Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 64
Tímarit Mdls og menningar Astæður þess að fuglinn getur ekki flogið eru ekki fólgnar í fuglinum sjálfum eins og algengast er í Kvœdum (sbr. „enga vængi á jeg til“) heldur er honum hér haldið föngnum. Einangrunin stafar beinlínis af því að skáldkonunni er meinaður að- gangur að skáldskapnum, hún hefur allt sem skáld þarf að hafa til að bera en hún fær ekki að helga sig honum: “Það veldur æfihryggð, er ei má hylja,/ að helgað gat jeg þjer ei allan vilja.“ Henni er haldið í fjötrum sem hún kemst ekki úr. Með því að halda henni fanginni heldur hefðin henni frá skáldskapnum, neitar að vísa henni veginn til áfangastaðarins og reynir að villa um fyrir henni með því að yfirgnæfa óma skáldskaparlandsins: I öllu sælu angan fann jeg þína, í öllu fögru kenndi svip þinn vel, en engin vildi veg til þín mjer sýna nje vængi ljá um dimmblá himinhvel. Og ótal raddir óma þina deyfðu og engri von til stranda þinna leyfðu. Raddir ríkjandi karlahefðar bókmenntanna villa þannig um fyrir skáld- konunni og meina henni aðgang að fyrirheitnu landi skáldskaparins. I IV. hluta flokksins kemur fram uppreisnarandi og vilji til að brjóta þá hefð sem meinar skáldkonunni að ná til mannanna með ljóðum sínum. I þessum hluta er vísun í Fjallræðuna, þar sem stendur: Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum. (Matt.5:14-16) Vísunin sýnir að konan í ljóðinu lítur á það sem hlutverk sitt að brjóta mælikerið sem hylur ljósið og biður um styrk að sér megi takast það: O, drottinn ljóða, leið mig þangað, sem ljósið undir keri skín; Þar blóm í skugga ósjeð anga og englum vorsins máttur dvín. Gef þú mjer styrk að grýta kerið, að geislum varpi ljós við ský, svo endurnærist blóm og berið og brosi englar vors á ný. 326
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.