Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Side 76
Tímarit Máls og menningar allar mannlegar verur í sinn hlut líkama sem aðeins væri einn af milljónum staðlaðra líkama, rétt eins og hverjum og einum væri úthlutuð ein íbúð meðal milljóna íbúða, allar eins í risastóru fjölbýlishúsi; að líkaminn væri í raun hverfult og ópersónulegt fyrirbrigði; ekkert annað en fjöldaframleiddur hlutur fenginn að láni. Þetta endurtók hún fyrir sér í öllum hugsanlegum tilbrigðum án þess þó að geta tamið sér þennan hugsunarhátt að fullu. Tví- skipting sálar og líkama var henni framandi. Hún og líkami hennar voru svo samtvinnuð að hún komst ekki hjá því að finna til hans með angist. Jafnvel þegar hún var með unga manninum fann hún til þessarar angistar; hún var búin að þekkja hann í ár og var alsæl, eflaust vegna þess að hann gerði ekki greinarmun á sál hennar og líkama þannig að í návist hans gat hún lifað af lífi og sál. Hamingja þeirra helgaðist af því að áðurnefnd tvískipting var ekki fyrir hendi, en skammt er úr hamingju í tortryggni og hún var full tortryggni. Hún hugsaði til dæmis oft með sér að til væru aðrar og girnilegri konur (og lausar við kvíða) og að vinur hennar sem væri í vinfengi við slíkar konur, og dyldi það ekki, myndi fara frá henni einhvern daginn með einni þeirra. (Hann myndi eflaust lýsa því yfir að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af þeim, en hún vissi að hann var ekki eins þroskaður og hann hélt sjálfur.) Hún vildi hafa hann algerlega út af fyrir sig og vildi helga sig honum einum, en því fullkomnar sem hún reyndi að gefa sig honum, því sterkari varð tilfinningin um að hann færi á mis við kosti yfirborðskenndrar ástar, kosti daðursins. Hún átaldi sjálfa sig fyrir að vera ófær um að tengja saman léttúð og alvöru. En þennan dag var hún laus við allar áhyggjur og létt í skapi. Henni leið vel. Þetta var fyrsti frídagurinn þeirra (í heilt ár höfðu allar hennar langanir beinst að þessu fimmtán daga fríi), heiðríkt var (í heilt ár var hún búin að hafa áhyggjur af því að ekki yrði heiðríkt) og hann var með henni. Þegar hann spurði „hvert ert þú að fara?“ roðnaði hún og gekk í burtu orðalaust. Hún krækti hjá afskekktri bensínstöðinni sem stóð þarna við veginn; á að giska hundrað metrum lengra (í þá átt sem þau ætluðu) var skógarjaðar. Hún tók strikið þangað og gaf sig á vald velsælu um leið og hún 338
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.