Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Blaðsíða 88
Tímarit Máls og menningar
hugasemdum í garð ungu konunnar. Þau komu upp á fyrstu hæð.
Hann opnaði herbergisdyrnar og sneri ljósrofanum.
Herbergið var lítið og í því var tvíbreitt rúm, borð, stóll og
vaskur. Ungi maðurinn skellti í lás og sneri sér að ungu stúlkunni.
Hún stóð andspænis honum í ögrandi stellingu og horfði á hann
lostafullu og eggjandi augnaráði. Hann horfði á hana og reyndi að
finna, undir nautnalegu yfirborðinu, drætti sem hann þekkti og
unni svo ljúft. Þetta var líkt og hann væri að horfa á tvær myndir í
einu og sömu linsunni, tvær gagnsæjar myndir hvora ofan á annarri
þannig að báðar sæjust í einu. Þannig samsettar sýndu myndirnar
að allt bjó í vinkonu hans; að hugur hennar væri hræðilega óræður,
að í henni byggi jafnt trygglyndi sem undirferli, svik sem sakleysi,
daður sem dyggð; blanda þessi virtist honum jafn ókræsileg og
samtíningur í ruslatunnu. Samsettu myndirnar tvær birtust
gagnsæjar hvor ofan á annarri, og ungi maðurinn gerði sér ljóst að
munurinn á vinkonu hans og öðrum konum væri aðeins á yfirborð-
inu, að vinkona hans væri eins og aðrar konur innst inni í sálar-
skonsunni, með öllum þeirra hugsunum, tilfinningum og göllum,
en það réttlætti allar vangaveltur hans og dulda afbrýði; og að
tilfinningin um yfirborð sem takmarkaði hana sem manneskju væri
snara sem hún legði fyrir aðra, þá sem á hana horfðu, það er að
segja hann sjálfan. Hann hugsaði með sér að unga konan, sú sem
hann elskaði, væri bara afsprengi hans eigin langana, hans eigin
óhlutlægu hugsunar og trúgirni, og að vinkona hans, sú raunveru-
lega, væri konan sem stóð þarna, óendanlega önnur, óendanlega
framandi, óendanlega margræd. Hann fyrirleit hana.
— Eftir hverju ertu að bíða? Farðu úr!
Hún leit feimnislega niður og sagði: „Þarf ég endilega að gera
það?“
Tónninn í rödd hennar vakti innra með honum gamalkunnan
enduróm, eins og önnur kona hefði sagt þessi orð við hann fyrir
löngu, en hann myndi ekki lengur hver það hefði verið. Hann
langaði að niðurlægja hana. Ekki konuna á puttanum, heldur hana,
vinkonu sína. Leikurinn og lífið voru farin að skarast. Það að leika
sér að því að niðurlægja konuna á puttanum var aðeins orðin átylla
til að niðurlægja vinkonuna. Hann var búinn að gleyma því að þetta
var leikur og hann fyrirleit konuna fyrir framan sig. Hann mældi
350