Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 91
Ferðaleikur
hennar og bældi loks niður allt hugarvíl hennar. Brátt lágu í rúminu
tveir samtvinnaðir líkamar, algerlega ókunnir og fullir nautnar. Það
sem gerðist á þessari stundu var það sem hún hafði óttast öðru
fremur, nokkuð sem hún hafði alltaf forðast: að elskast án ástar og
hlýju. Hún vissi að hún var komin yfir markið, og að þaðan í frá
mundi hún líða áfram hiklaust og fullkomlega frelsuð. Það var rétt
svo að henni hrysi hugur, lengst inni í hugarfylgsnum, við þeirri
hugsun að aldrei fyrr hefði hún fundið til annars eins eða svo mikils
unaðar og í þetta sinn — yfir markinu.
12.
Síðan var öllu lokið. Ungi maðurinn velti sér ofan af henni og
togaði í langan þráðinn sem hékk yfir rúminu. Ljósið slokknaði.
Hann vildi ekki sjá andlit hennar, hann vissi að leiknum var lokið,
en hann hafði ekki minnstu löngun til að hætta honum og snúa
aftur til þeirra vanabundnu samskipta. Hann lá við hliðina á henni í
myrkrinu og forðaðist að snerta líkama hennar.
Að stundarkorni liðnu heyrði hann niðurbælt snökt; hönd ungu
stúlkunnar fálmaði eftir hönd hans, feimnislega, barnalega; hún
snerti hann, dró til sín höndina, snerti hann aftur, síðan heyrðist
rödd, biðjandi, þrungin ekka, sem nefndi nafn hans og sagði: „Eg
er ég, ég er ég.“
Hann þagði, lá hreyfingarlaus og skildi allt of vel hvað fullyrðing
vinkonu hans var sorglega staðlaus, þar sem það óþekkta var skil-
greint með þessu sama óþekkta.
Langdreginn grátur tók við af snöktinu; unga stúlkan hélt áfram
að endurtaka þessa hjartnæmu tvítekningu: „Eg er ég, ég er ég, ég
er ég • • •“
Hann hóf því leit að samúðinni (og þurfti að leita langt, því hún
var síður en svo innan seilingar) til að geta huggað ungu konuna.
Enn áttu þau eftir þrettán daga af fríinu.
Friðrik Rafnsson þýddi úr frönsku.
tmm xxiii
353