Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 126
Tímarit Máls og menningar
(6) Nákvæmari skilgreining tíma og rúms. Eitt af helstu vandamálum
sem steðja að list nútímans (ekki síst myndlist) er ónákvæmnin. Vegna
margvíslegra áhrifa fjölmiðla á þjóðfélagið í seinni tíð hefur hin milliliða-
lausa upplifun á margan hátt brenglast. Fjölmiðlar laga allt efni að eigin
„ónákvæmni", rjúfa þannig rétt samhengi hlutanna og sundra oft og tíðum
um leið merkingu þeirra. Myndlistarmenn hafa reynt að bregðast við
þessum tiltölulega nýja veruleika með ýmsu móti, m.a. með eigin útgáfu-
starfsemi, en líka með verkum sem stefna að nákvæmari skilgreiningu
tíma, gerningum (performance), og með verkum sem stefna að nákvæmari
skilgreiningu á rými, innísetningum (installations). Fá verk hafa orðið
minni opinberrar viðurkenningar (skilnings) aðnjótandi en einmitt verk af
þessum toga. Og skýringin er einföld: Fá verk eru strangari í eigin ná-
kvæmni og því erfitt að ráðskast með þau, setja þau í sundrandi handa-
hófssamhengi eða finna þeim augljóst notagildi.
Hérlendis er „tíma“ og „rúmi“ ekki veitt alvarleg athygli sem grundvall-
ar efnivið í myndlist fyrr en uppúr 1970. Agæt dæmi eru t.d. verk Rúríar
(frá miðjum 8. áratugnum og enn) en í þeim eru þessir þættir oft höfuð
viðfangsefni.
(6)
Eggcrt Pétursson.
1982; innsetning.
(Salurhálffylltur
vatni og
myrkvaður nema
Ijós lýsir upp
litljósmynd (40 X
40 sm) áveggaf
útsaumuðum púða
(sem síðan speglast
í vatninu)).
(7) (Kerfi). Hvert einstakt verk gerir ekki kröfu til þess að láta skoða sig
sem sjálfstæða afmarkaða heild, þar sem „allt“ er sagt, heldur sem hluta af
388