Tímarit Máls og menningar - 01.09.1985, Page 136
Tímarit Máls og menningar
þjáningin, sé sá veruleiki í mannlegu lífi,
sem návist lausnarinnar hrærist í. En vel
að merkja þjáning, sem maðurinn hefur
ekki búið til sjálfur og getur heldur ekki
losað sig við nema ef vera skyldi með
blekkingum.
5
Hvort sem grunur minn hefur við rök
að styðjast eða ekki er eitt víst, bókin
Maður og haf er ávinningur fyrir Vé-
stein Lúðvíksson, hann hefur farið inn á
forvitnilega slóð. Bókmenntir verða
ekki til án þess haldið sé til hafs svo
notað sé orðalag sögunnar. Þær verða
ekki til með því að athuga aðeins yfir-
borð hlutanna, — það hefur Vésteinn
raunar gert í fyrri verkum sínum og ber
það síst að lasta, — heldur með því að
fylgja manninum inn í þjáninguna, þar
sem örlög hans ráðast og fyrir alvöru er
tekist á um merkingu lífs hans. Slík átök
eru of sjaldgæf í íslenskum bókmennt-
um, en Vésteinn Lúðvíksson hefur lagt
sitt af mörkum.
Gunnar Kristjánsson
Leiðrétting
Því miður slæddist villa inn í grein Eyjólfs Kjalars Emilssonar um Nafn rósarinnar
í síðasta hefti sem við biðjum lesendur góðfúslega að leiðrétta í eintaki sínu. Setn-
ingin er á bls. 168, og rétt er hún svona (leiðréttingin er skáletruð):
Hér hefur Jorge meðal annars í huga þá tómísku og aristótelísku skoðun að upp-
spretta allrar þekkingar sé í skynjun á efnislegum hlutum og að skilningur okkar á
hinu óefnislega svo sem englum og Guði sjálfum, að svo miklu leyti sem hann er
okkur tiltækur, sé fenginn með eins konar samanburði við efnislega hluti.
398