Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 39
Hvað er póstmódernismi? módernistum einsog Antonin Artaud og William S. Burroughs heldur en eldri módernistum á borð við Stephane Mallarmé og James Joyce.7 Lyotard telur þessa byltingu vera einskonar stöðugt mótunarástand, þ.e. ástand sem er eig- inlega ekki ástand því það er í deiglu. Hann segir meira að segja: „Verk getur því aðeins orðið módernt að það sé fyrst póstmódernt".8 Minni ég nú á þann hluta skepnunnar sem fyrstur potast í blindni inn í framtíðina. Lyotard telur hið póstmóderníska augnablik felast í tilrauninni til að nota táknmynd verksins til að tjá það sem ekki verður táknað. Tákn er því aðeins til að jafnframt sé til samningur um merkingu þess, en póstmódernisminn afneitar þeirri huggun sem felst í samþykktum formum og leitar stöðugt út fyrir þau. Póstmódern- ismi er tilraunastefna sem rekja má um alla þessa öld og sem Lyotard telur að leggja verði rækt við, ekki síst þar sem ýmis öfl biðji menn nú í nafni listarinnar að láta af tilraunastarfsemi. Þessi beiting hugtaksins tengist að vissu leyti stöðu þess í vísindaskáldsögu Benfords; í táknlegu andófi sínu vísar (póst)módernismi útfyrir það sem við getum skilið sem raunverulega merkingu samkvæmt ríkjandi boðskiptum í módernum tækni- og upplýsingaheimi og því borgaralega þjóðfélagi sem festi rætur á 19. öld undir merkjum vestrænnar skynsemishyggju, kapítalisma og heimsvaldastefnu. Hið póstmóderníska augnablik er þá róttæk en jafnframt blind vísun útfyrir það merkingarkerfi sem tryggir boðskipti okkar, hvort sem það er vísun í óljósa framtíð, út í geiminn eða buskann, bending á rústir þess heims sem enn varir eða á einhverskonar staðleysu þar sem hægt er að vera án þess að merkja. Þannig séður er (póst)módernisminn róttækt andóf sem beinist gegn sjálfri uppsprettu merkingar í því samfélagi sem við þekkjum, merkingar sem liggur að baki mannlegum samskiptum á ýmsum sviðum og skiptir sköpum fyrir jafnt siðfræði og tækni sem og allar hugmyndir um framfarir og gott líf. Með þetta í huga er athyglisvert að þeir sem einna fyrstir bregða fyrir sig hugtakinu „póstmódernismi", sagnfræðingurinn Arnold Toynbee og banda- ríska skáldið Charles Olson (á 5. og 6. áratugnum),9 nota það báðir um róttæk umskipti sem þeir skynja í menningu og listum á síðasta fjórðungi 19. aldar, og annar þeirra harmar en hinn telur hafa verið fagnaðarefni. Báðir eiga þeir í raun við það umrót sem við kennum vanalega við „módernisma". Friedrich Nietzsche var afdráttarlausasti hugmyndafræðingur þessa umróts á sínum tíma. Hann gróf hiklaust undan öllum Jseim gildum sem lágu til grundvallar vest- rænum nútíma og afrekum hans. I bókmenntum og listum tekur jafnframt að gæta sviptinga í merkingarsköpun sem eru um margt í ætt við Nietzsche. Um er að ræða andóf gegn því sem við getum kallað hið „vestræna samkomulag" sem myndast hafði úr sambræðingi Upplýsingarinnar, borgaralegum húman- isma, skynsemishyggju og vísindahyggju og orðið að nýju samfelldu tímaskeiði í veraldarsögunni. Sá sem gerst hefur rannsakað einkenni þess skeiðs („ep- isteme") er franski fræðimaðurinn Michel Foucault. Hann telur að þetta skeið 429
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.