Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 42
Tímarit Máls og menningar baksviði. Utfrá því sjónarmiði virtist mörgum sem módernísk verk uppfylltu best „kröfuna“ um sjálfstæði skáldverksins, því þau skera á ýmis tengsl við hefðbundinn félagslegan skilning. Sá sem setti módernismann þó hvað bersýnilegast í samband við nýrýnina var maður sem virtist beinlínis sameina þetta tvennt með bókmenntastörfum sínum. T.S. Eliot var eitt áhrifamesta skáld módernismans á öldinni en hann var líka einn þeirra gagnrýnenda sem mest mótuðu nýrýnina. Arið 1922 komu út tvö verk sem marka tímamót og eru gjarnan talin til helstu fulltrúa módern- ismans í bókmenntum: skáldsagan Ulysses eftir James Joyce og ljóðbálkurinn The Waste Land eftir Eliot. Arið eftir birtir Eliot ritgerðina „Ulysses, Order and Myth“, þar sem hann fjallar um skáldsögu Joyce, en undir niðri býr einnig uppgjör við það sem hann var sjálfur að gera í Waste Land. Vart er hægt að nefna fræðirit sem sett hefur eins mikinn svip á hugmyndir gagnrýnenda um módernisma og þessi ritgerð. Eliot líkir notkun og endursköpun Joyce á Ódys- seifskviðu Hómers við „vísindalega uppgötvun"; hann hafi með þessu móti ljáð verki sínu formfestu sem skilji á milli þess og venjulegra skáldsagna, enda sé formleysi þeirra ekki annað en endurspeglun á tíðarandanum sem enn hafi ekki fundið þörfina fyrir agaðra skipulag. Eliot hefur í rauninni ekki svo mik- inn áhuga á endurvinnslu Ódysseifskviðu sem hann kallar „goðsögn", heldur einblínir hann á það hvernig Joyce hafi formað sköpulag og merkingu úr því mikla sjónarsviði fánýtis og ringulreiðar sem saga samtíðarinnar sé.13 Hin form- ræna heild verksins er í skýrri andstöðu við formleysi nútímans; listaverkið er heilsteypt veröld byggð á rústum. I augum Eliots er hið móderníska listaverk í senn formleg hetjuraun og list- rænt afdrep í föllnum heimi. Utfrá sögulegum forsendum er ekki erfitt að skilja þetta viðhorf. Að margra mati táknaði fyrri heimsstyrjöldin hrikalegan ósigur mannsandans. I meistaralegu formi listamannsins mátti þá sjá vott um að sköp- unargáfan hefði lifað af og um leið réttlæta sjálfstætt hlutverk listarinnar með hliðsjón af eyðandi öflum nútímans. Þegar frá leið fékk þetta sjónarmið hins- vegar á sig mjög íhaldssaman blæ, jafnt hjá þeim gagnrýnendum sem eru sama sinnis og Eliot sem og í huga þeirra er snúast gegn módernisma og túlka hann iðulega í ljósi þessarar ritgerðar. Skáldverkið verður að einskonar helgigrip sem er til á eigin forsendum og speglar ekki annað en hreinleika þeirra listgreinar sem hann heyrir til. Þegar svo er komið liggur beint við að ráðast á módern- isma sem hreinan formalisma, sem „list fyrir listina“, sem list er gangi inn í trú- arlegt huggunarhlutverk og sem flótta frá sögunni og veraldlegum umsvifum.14 Utfrá þessari mynd af íhaldssömum módernisma má skilja ýmis viðbrögð við honum í nafni póstmódernisma og kem ég þá aftur að margboðuðu morði. Raddir sem vitnuðu um dauða módernismans tóku að heyrast í Bandaríkjunum á hinum uppreisnarglaða sjöunda áratug. Meðal þeirra fyrstu var hinn kunni helgimyndabrjótur Leslie Fiedler. Hann setti fram áhrifamiklar hugmyndir um póstmódernisma sem ég vík að síðar. A meðal þeirra sem fylgdu í kjölfarið og 432
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.