Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 44
Tímarit Máls og menningar kom hingað til Islands með afstraktmálverkinu eftir stríð. Hvaða augum lítur þú á módernismann í dag?“ Helga virðist þykja þetta eðlileg framsetning og segir að þótt brautryðjendur módernismans hafi stundað gífurlega mikilvægar rannsóknir og veitt listinni mikið frelsi, þá hafi hann nú koðnað niður í „út- þynnt form og innantómar pensilstrokur“ og tími hans sé nú liðinn.17 En ef litið er út fyrir landsteinana er ljóst að brautryðjendur módernisma voru alls ekki bara afstraktmálarar. Er ekki hæpið að gera afstraktlistina að al- mennu viðmiði fyrir módernismann? A fyrstu áratugum aldarinnar kemur módernisminn fram sem mjög fjölbreytileg fagurfræði andrealískrar listar, eins og við getum séð í verkum einstakra listamanna, svosem Picassos, og sést þó kannski enn betur ef við lítum á fjölskrúðug verk hinna mörgu framúrstefnu- hópa sem þá voru við lýði. Frá sögulegu sjónarmiði má þó gera vissa grein fyrir þessum skilningi á módernisma. Þegar kom fram á sjöunda áratuginn gat svo virst sem „hreinleikinn“ væri eðlileg afleiðing eða jafnvel niðurstaða módern- ismans. Þýski fræðimaðurinn Peter Búrger hefur bent á hvernig þeir straumar sjötta áratugarins sem helst virtust runnir úr módernisma, t.d. franska nýsagan í bókmenntum, afstrakt-expressjónismi í myndlist, fúnksjónalismi í byggingar- list, virtust hver um sig hafa gefið sig æ meir á vald hreinum eða tæknilegum lögmálum listmiðilsins sjálfs.18 Sem samsvarar alveg lýsingu Greenbergs á grunneðli módernisma. Má ekki skýra andóf póstmódernismans útfrá þessari „þróun“ módernismans? Auðveldast hefur reynst að svara þessu fyrir hönd byggingarlistar og það er innan hennar sem póstmódernismi virðist koma fram sem skýrast andóf gegn því sem jafnvel má kalla ríkjandi „hefð“ módernismans. En hinsvegar er viss hætta fólgin í því að nota arkitektúr sem viðmiðun fyrir aðrar listgreinar einsog stundum er gert í þessu sambandi, einkum vegna þess að hann hefur miklu beinna notagildi en aðrar listir. Módernismi í byggingarlist kemur fram með stílhreint byggingarlag sem er í ljósri uppreisn gegn skreytilist 19. aldar. Ef fúnksjónalisminn telst ríkjandi stefna innan módernismans (á því er rétt að hafa vissan fyrirvara), þá er jafnframt ljóst að hann var ekki lengi í andófshlutverki. Raunar var kassalag hans afar hentugt borgarlífi og nútímasamfélagi og sam- ræmdist vel tækni- og efnahagsþróun, ekki síst hráum hagkvæmniskröfum op- inberra bygginga og hverskonar atvinnuhúsnæðis. Þegar komið er fram yfir miðja öld er fúnksjónalisminn orðinn svo „eðlilegur" stíll að byggingum að þeim hætti er dritað svo til sjálfkrafa niður. Fúnksjónalismi virðist, a.m.k. frá sjónarhóli leikmanns, taka mið af nokkuð strangri skynsemisstefnu og hag- kvæmnishyggju (einsog raunar hugtakið bendir til), andstætt módernisma í bókmenntum og listum sem beinist gegn „praktískum“ og „opinberum" skiln- ingi á tungumáli og myndformum. Að mati talsmanna póstmódernisma í arkitektúr, manna eins og Charles Jencks og Paolo Portoghesi, er módernisminn orðið sjálfvirkt og lokað form 434
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.