Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 46
Tímarit Máls og menningar afturhvarfs frá hinum róttækasta módernisma. I það minnsta eru þeir fáir sem reynt hafa að ganga lengra í því að segja (ekki) sögu en Joyce í Finnegans Wake sem út kom fyrir um hálfri öld (1939).21 I deilum um tengsl módernisma og póstmódernisma í sagnagerð gleymist svo iðulega að gaumgæfa hlut raunsæis á okkar öld, þeirrar hefðar sem helst varðveitir sjálfa frásagnarlistina. Það eru einhver óhjákvæmileg tengsl milli sagnagerðar og sjálfs eðlis tungumálsins. Málið er flokkunarkerfi veruleikans og við komum ekki síst lagi á hann með því að segja um hann sögur. Að tala er oftar en ekki að segja frá og við metum frásagnir með hliðsjón af því hvernig þær endurspegla þann veruleika sem við berum kennsl á með hjálp tungu- málsins. Getur verið að við séum að upplifa „endurkomu sögunnar" eins og sumir hafa haldið fram?22 En hvað varð um listina að segja góða sögu? Hafði módernisminn allt að því gengið af henni dauðri? Felst póstmódernisminn kannski í endurvakningu sagnalistar? Var nýraunsæið, svo nefnt sé dæmi úr ís- lenskri bókmenntasögu, ef til vill póstmódernismi? Það kom með sögur úr samtímanum, að því er virðist óáreitt af módernisma þeim sem gengið hafði yf- ir frá og með miðjum sjöunda áratugnum. Þá vakna líka spurningar um hefð- bundið raunsæi almennt, en það hefur verið afar lífseigt í bókmenntum Vestur- landa á öldinni og getur raunar hiklaust talist ráðandi straumur í sagnagerð allt fram á okkar daga. En þeir talsmenn póstmódernisma sem boða endurvakningu sögunnar eftir hrakninga hennar í módernismanum vilja þó fæstir láta bendla sig við „gamal- dags“ raunsæi. Bandaríski höfundurinn John Barth mælti fyrir munn margra í grein sem birtist árið 1980, þar sem hann heldur því fram að póstmódernistar „samhæfi" raunsæi og módernisma. Þeir dragi lærdóm af hvorumtveggja en hefji sig um leið upp yfir þær andstæður sem ríkt hafi á milli þessara bók- menntastrauma. Þessi samhæfing hefur að hans mati fært okkur endurnýjun eða endurnæringu sagnagerðar.23 Margir hafa einnig verið sammála um eitt helsta dæmið sem Barth nefnir um slíka endurnýjun: skáldsöguna Hundrab ára einsemd eftir Gabríel García Marquez. Hún er frægasta dæmið um „furðu- raunsæið" eða „töfraraunsæið" suður-ameríska sem mikillar hylli hefur notið á Vesturlöndum. Sagan á það sameiginlegt með módernisma að hún kærir sig oft kollótta um röklegt samhengi og jarðbundna endurspeglun veruleikans, en jafnframt dregur hún lesandann inn í sannfærandi heim þar sem hann fellst á samsömun þá með lesefninu sem hefðbundin sagnalist byggir á. Ef póstmódernismi felst í slíkri samhæfingu, hvar má sjá hennar stað í ís- lenskri sagnagerð? Kannski í Hjartad býr enn í helli sínum eftir Guðberg Bergsson, sem sækir sér „félagsfræðilegt“ viðfangsefni og vandamálapólitík í nýraunsæið og „segir söguna" en gerir um leið úr henni táknræna furðuferð um hellisskútann Reykjavík? Eða í Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, þar sem myndbreytandi sýn módernistans beinist að íslensku sögusviði og söguefni sem virðist kalla á „epískan" skilning? Eða í sögum Einars Más Guð- 436
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.