Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 59
Hvað er póstmódernismi?
sjálfstæði listarinnar (sem í sjálfu sér byggir á e.k. frumsögu) upp í æðra veldi
þar sem „hreinleiki" hennar hindraði veraldleg boðskipti. Þessvegna er það svo
að á meðan sumir telja póstmódernisma vera módernisma, sem þarf alltaf að
ganga lengra til að yfirsu'ga stöðnunarmörk, þá líta aðrir svo á að módern-
isminn hafi lokað leið listarinnar til samfélagsins og róttækni póstmódernism-
ans liggi í meðvituðu afturhvarfi til félagslegra vensla. Ef til vill má sjá visst
millistig í stílblönduninni eða sundurleysinu sem einnig var vikið að; verkið
byggist á endurtekningu eldri hefða sem samt er teflt svo villt saman að tryggt
sé að landamæri hverrar um sig falli ekki í fyrri skorður (einsog kann að gerast
í hófsamari endurvinnslu hefða).
Umræðan um póstmódernismann sprettur því mjög af átökum um leshátt og
landamæri í kjölfar þess rasks sem módernisminn hefur valdið. Þetta kemur
einkar vel fram hjá þeim arfþega módernismans sem farið hefur einsog eldur
um völl (ég þori ekki að segja sinu) húmanískra fræða á síðustu tveimur áratug-
um; póststrúktúralismanum svonefnda. Hann er ekki afmörkuð stefna eða
„skóli“, heldur samheiti á vissum tilhneigingum fræðimanna á ýmsum sviðum.
Forsprakkarnir hafa flestir starfað í Frakklandi, m.a. Jacques Lacan, Roland
Barthes, Michel Foucault, Jacques Derrida og Julia Kristeva. Sumir þeirra hafa
einnig verið viðriðnir strúktúralisma, en þarsem strúktúralisminn sýnir fram á
ýmis grunnmynstur mannlegra athafna og merkingar, oft með beitingu tvennd-
arkerfa, þar vinnur póststrúktúralisminn að því að leysa merkingarhnúta, ekki
síst þá sem halda saman annars vegar sjálfsverunni (subjektinu) og hins vegar
tákninu (sem tvenndarkerfi táknmyndar og táknmiða).
Engin leið er að gefa sanngjarna mynd af póststrúktúralisma í stuttu máli, en
áhersla Lacans á það hvernig skilningur er ætíð mfs-skilningur segir sína sögu
sem og sá munur sem Derrida sér milli táknmyndar og táknmiðs og veldur því
að sú samsvörun sem virðist liggja tákni og boðskiptum til grundvallar er ætíð
fallvölt. Hinsvegar er einnig kippt fæti undan þeim mun sem sýnist vera rökleg
undirstaða skilnings, t.d. muninum á miðju og jaðri. Þannig fer fram sundur-
liðun eða afbygging („deconstruction") þess boðskiptakerfis sem á að tryggja
okkur skilning. Areiðanleg merking hrekkur uppaf standinum og við erum
hrifin í leik tungumálsins þar sem leynast ótal mótsagnir og þar sem hið heild-
stæða sjálf mannsins liðast sundur líktog allar þær frumsögur sem það reynir að
halda sér í.
Ekki er erfitt að sjá skyldleika með kenningum póststrúktúralistanna og
þeirri fagurfræði sem módernismi ástundar, enda hafa sumir þeirra átt mikið
saman við módernisma að sælda. En það er ekki aðeins að líta megi á margar
kenningar þeirra sem útlistun á módernisma, heldur stunda þeir oftar en ekki
sjálfir þessar aðferðir í fræðimennsku sinni. Þar með rjúfa þeir landamærin á
milli skáldskapar og fræðimennsku, listar og heimspeki. Auk þess hafa þeir lítt
skeytt um þá sérhæfingu sem tekin var að setja mark sitt á húmanískar greinar
449