Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 112
Tímarit Máls og menningar rétt eins og í Gunnlaðarsögu. Alla vega er: tíminn afstæður, þjappar sér um nokkur atvik, einskonar kjarna, en hann er líka band, þráður spunninn á snældu og hefur svo mikið þanþol að hann verður ósýnilegur; fyrir kemur að hann slitnar. Það er reyndar ekkert nýtt að brotinn sé upp línulegur tími í frásagnarhætti ís- lenskra bókmennta. Reyndar telst það til megineinkenna módernísks skáld- skapar. En í þessum þremur sögum er upplifun og skilningur á tíma „til um- ræðu“ á áleitnari hátt en oft áður. Upp- brot hans hefur fremur verið látið end- urspeglast í frásagnarhætti módernískra verka en orðræðu þeirra. Lánlaus bernska Boggu í borginni er af sama toga og bernska Sigmars í Gangandi íkorna hans Gyrðis; köld, einmana, dauðahaldi haldið í ímyndun- araflið til að frjósa ekki í hel í afskipta- og skilningsleysi fullorðna fólksins. Imyndunaraflið á þó undir högg að sækja í heimi „skyldunnar" og tapast að mestu eins og stúlkan tapar sjálfri sér og verður að Boggu, sem er allt önnur stelpa en sú sem kom frá þorpinu og hét Ella. Hringsól, Kaldaljós, Gangandi íkorni, Móðir kona meyja: Allar stilla þessar bækur upp sveit og borg; þó ekki sem klárum andstæðum á hefðbundinn ís- lenskan rómantískan (bókmennta)hátt. Enda er sveitin í íslenskum bókmennt- um löngu hætt að vera hinn rómantíski sælureitur sem hún var í bókmenntum í byrjun aldar. Þetta sögusvið, frá sveit til borgar, er reyndar algengasta sögusvið íslenskra bókmennta um marga áratugi, enda sú breyting á sambýlisháttum mesta dramað í lífi íslendinga á öldinni. Meðhöndlun þess drama hefur verið af ýmsum toga í bókmenntunum gegnum tíðina en löngu orðið ljóst að um end- urhvarf er, og verður ekki, að ræða. Fé- lagslegum áhrifum breyttra búskapar- hátta er búið að gera skil. Tilfinninga- legum áhrifum líka. Hvers vegna sækja þessar andstæður þá enn fram á bók- menntavellinum? Eru íslenskar konur að koma með „sína útgáfu" á málinu? Eða er þetta kannski andsvar við „borg- ar(stráka)sögum“ síðustu ára? Urtakið er of lítið til að hægt sé að koma með kenningar um andóf eða „kvenlega" út- tekt á þessu drama. En í öllum þessum sögum (og líka hjá Gyrði) má sjá að kalt er í borgum, og reyndar getur ekki síð- ur verið kalt í sveitinni. Ef hægt er að tala um að bækur „boði“ eitthvað, þá finnst mér allar þessar sögur hvetja okk- ur til að reyna að þíða klakabrynjuna sem stendur öllum mannlegum sam- skiptum fyrir þrifum. Og það sem mik- ilvægast er: Hér er í engu tilviki um að ræða klisjukennda umfjöllun á tilvistar- vanda einstaklingsins í köldum, óvin- veittum heimi! Þessi verk rista dýpra en svo. Við lestur Hringsóls vakna þannig endalaus hugrenningatengsl; hugurinn fer á hringsól um íslenskar bókmenntir. En það dregur ekkert úr sérstöðu verks- ins, sýnir bara þetta órjúfanlega sam- hengi. „Og verð að muna“ í Hringsóli er kona að rifja upp lífs- hlaup sitt (þó ekki í flugvél eins og í Gunnlaðarsógu og Blindflugi). En þetta er engin alíslensk æviminningabók eins og við þekkjum þær best, þar sem höf- undur/sögumaður rekur lið fyrir lið það sem á daga hans hefur drifið, talið í 502
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.