Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 112
Tímarit Máls og menningar
rétt eins og í Gunnlaðarsögu. Alla vega
er:
tíminn afstæður, þjappar sér um
nokkur atvik, einskonar kjarna, en
hann er líka band, þráður spunninn
á snældu og hefur svo mikið þanþol
að hann verður ósýnilegur; fyrir
kemur að hann slitnar.
Það er reyndar ekkert nýtt að brotinn
sé upp línulegur tími í frásagnarhætti ís-
lenskra bókmennta. Reyndar telst það
til megineinkenna módernísks skáld-
skapar. En í þessum þremur sögum er
upplifun og skilningur á tíma „til um-
ræðu“ á áleitnari hátt en oft áður. Upp-
brot hans hefur fremur verið látið end-
urspeglast í frásagnarhætti módernískra
verka en orðræðu þeirra.
Lánlaus bernska Boggu í borginni er
af sama toga og bernska Sigmars í
Gangandi íkorna hans Gyrðis; köld,
einmana, dauðahaldi haldið í ímyndun-
araflið til að frjósa ekki í hel í afskipta-
og skilningsleysi fullorðna fólksins.
Imyndunaraflið á þó undir högg að
sækja í heimi „skyldunnar" og tapast að
mestu eins og stúlkan tapar sjálfri sér og
verður að Boggu, sem er allt önnur
stelpa en sú sem kom frá þorpinu og hét
Ella.
Hringsól, Kaldaljós, Gangandi íkorni,
Móðir kona meyja: Allar stilla þessar
bækur upp sveit og borg; þó ekki sem
klárum andstæðum á hefðbundinn ís-
lenskan rómantískan (bókmennta)hátt.
Enda er sveitin í íslenskum bókmennt-
um löngu hætt að vera hinn rómantíski
sælureitur sem hún var í bókmenntum í
byrjun aldar. Þetta sögusvið, frá sveit til
borgar, er reyndar algengasta sögusvið
íslenskra bókmennta um marga áratugi,
enda sú breyting á sambýlisháttum
mesta dramað í lífi íslendinga á öldinni.
Meðhöndlun þess drama hefur verið af
ýmsum toga í bókmenntunum gegnum
tíðina en löngu orðið ljóst að um end-
urhvarf er, og verður ekki, að ræða. Fé-
lagslegum áhrifum breyttra búskapar-
hátta er búið að gera skil. Tilfinninga-
legum áhrifum líka. Hvers vegna sækja
þessar andstæður þá enn fram á bók-
menntavellinum? Eru íslenskar konur
að koma með „sína útgáfu" á málinu?
Eða er þetta kannski andsvar við „borg-
ar(stráka)sögum“ síðustu ára? Urtakið
er of lítið til að hægt sé að koma með
kenningar um andóf eða „kvenlega" út-
tekt á þessu drama. En í öllum þessum
sögum (og líka hjá Gyrði) má sjá að kalt
er í borgum, og reyndar getur ekki síð-
ur verið kalt í sveitinni. Ef hægt er að
tala um að bækur „boði“ eitthvað, þá
finnst mér allar þessar sögur hvetja okk-
ur til að reyna að þíða klakabrynjuna
sem stendur öllum mannlegum sam-
skiptum fyrir þrifum. Og það sem mik-
ilvægast er: Hér er í engu tilviki um að
ræða klisjukennda umfjöllun á tilvistar-
vanda einstaklingsins í köldum, óvin-
veittum heimi! Þessi verk rista dýpra en
svo.
Við lestur Hringsóls vakna þannig
endalaus hugrenningatengsl; hugurinn
fer á hringsól um íslenskar bókmenntir.
En það dregur ekkert úr sérstöðu verks-
ins, sýnir bara þetta órjúfanlega sam-
hengi.
„Og verð að muna“
í Hringsóli er kona að rifja upp lífs-
hlaup sitt (þó ekki í flugvél eins og í
Gunnlaðarsógu og Blindflugi). En þetta
er engin alíslensk æviminningabók eins
og við þekkjum þær best, þar sem höf-
undur/sögumaður rekur lið fyrir lið
það sem á daga hans hefur drifið, talið í
502