Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 119
skólanum - en ekki bæiir það að vonum upp það sem tapast hefur. Líf Karls tekur stakkaskiptum er hann ákveður að gera eitthvað fyrir dóttur sína sem hefur verið nauðgað á hinn hroðalegasta hátt af tveimur lög- reglumönnum sem drýgja tekjur sínar með sprúttsölu. Og hvaða lausn finnur Karl haldbesta fyrir vansælt barn sitt? Jú, þá alkunnu lausn að byggja yfir fjöl- skyldu sína nýtt hús. Sú lausn, ef lausn skyldi kalla, lýsir engu öðru en andlegu þrotabúi. Þórður, bróðursonur Karls, hefur nýlega misst atvinnu sína og um leið helsta haldreipi þeirra manna sem vilja „standa sig“. Hann á einnig við þann vanda að etja að honum þykir kona sín vera sjálfstæð úr hófi fram - sem hann rekur til veru hennar í rauðsokkahreyf- ingunni fyrr á árum og auðvitað með- vitaðrar löngunar hennar til að lítil- lækka hann. Vanmetakennd hans setur hann ævinlega í þær stellingar að hon- um þykir einsýnt að að honum sé vegið úr öllum hornum. Er hann brestur í grát í vanmætti sínum sér hann í tárum sínum blasa við sigur konunnar: „Hún skal ekki halda að hún sé búin að brjóta mig niður fyrir fullt og allt. Eg skal sjá til þess að hún skemmti sér yfir ein- hverju öðru. Hann þurrkaði augun með erminni og beit á jaxlinn." (71) Lífið tekur að brosa við Þórði í lok sögunnar er hann hefur losað sig við konuna og fengið sér aðra og viðráðanlegri og er auk þess orðinn verkstjóri með manna- forráð. Sagan hefst í fermingarveislu Guð- rúnar þar sem flestar persónurnar eru kynntar. I þeirri veislu drekkur Karl sig fullan inni á klósetti og hverfur á vit ævintýranna að henni lokinni. Sögunni lýkur í annarri veislu, reisugilli nýja Umsagnir um bakur hússins hans Karls sem um leið er tákn þess að hann hefur náð áttum. Þar held- ur hann rismikla ræðu, orðinn nýr og betri maður: „Þetta hús, sem við sitjum nú í, er nýr kafli í lífsbók þessarar fjöl- skyldu, það er kastalinn þar sem við verjum konur okkar og börn, það er fánastöngin sem rís í fararbroddi og boðar nýja sókn og nýja sigra.“ (192) Og dýpra verður víst varla sokkið í hallærið. Undir húfu tollarans sýnir okkur þannig heim karla sem engar lausnir við eigin vanda kunna aðrar en þær að kýla, nauðga, drekka sér til vansa, halda framhjá, flýja, sökkva í hyldýpi þung- lyndis og sjálfsvorkunnsemi - og byggja nýtt hús. Leitin að grundvelli til að standa á og ná áttum virðist vonlaus; sjálfsmat og -skilningur karlanna er svo brenglaður að refilstígar verða sífellt lausnin. Konurnar virðast að felstu leyti betur settar en karlarnir og má telja til nokk- urra tíðinda. Þær eiga vitaskuld við margan vanda að etja og ýmsar áhyggj- ur en þær virðast í heild raunsærri og jarðbundnari og þar með sjálfstæðari enda kemur víða fram að þær verða að umgangast sterkara kynið eins og stór óþroskuð börn sem ekki kunna fótum sínum forráð. I þessari bók fer tveimur sögum fram samtímis. Önnur er saga Eilífs í fjórum köflum sem auðkenndir eru með ská- letri, hin er sagan sem Eilífur segir af ættingjum sínum, meginsagan. Yfir þessum sögum báðum vakir svo alvitur höfundur sem hefur alla þræði í hönd- um sér og horfir írónískum augum yfir allt sviðið. Og án þess að gera sér grein fyrir íróníunni í sögunni er meira en hætt við að allur skilningur á verkinu fari forgörðum. 509
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.