Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 121
skoplegu fólki. Sögumaður sjálfur er
óvenjulega óviðfelldið barn, en ýmsar
persónur eins og foreldrarnir, amman
og Húnbogi Austfjarðagoði eða frænd-
inn frá Ameríku, eru dregnar auðþekkj-
anlegum dráttum. Húmor Einars og
fjörlegur stíll nýtur sín hér ágætlega. En
frásögnin af föðurnum og samskiptum
hans við útvarpið, sem er drepfyndin í
upphafi en heldur dauf í niðurlaginu,
tengist lauslega við hitt aðalminnið:
fjölskylduveisluna. Fjölskylduveisla er
að verða mikið notað minni hjá ungum
rithöfundum og fremur létt leið til að
skemmta lesendum, því að allir þekkja
eitthvað af persónunum beint eða af
afspurn. En þessi veisla er nokkuð
sundurlaus: höfuðskúrkur ættarinnar,
Olafur Alexander, fær lítið tækifæri til
að sýna hvað í honum býr, og pabbinn
lætur lítið á sér kræla, svo að sagan
dettur sundur í tvennt og verður lang-
dregin þegar líða tekur á hana. Fyrri
hlutinn er svo góður að það er synd að
Einar skyldi ekki vanda sig meira við að
ljúka henni.
Af sögum með fullorðinn sögumann
fannst mér minnst koma til Opus magn-
um. Hún er byggð utan um eina
hnyttna hugmynd sem er lok sögunnar
og hámark, en aðdragandinn er líflítill
og hvorki rithöfundurinn né viðfangs-
efni hans verða svo lifandi að endalokin
fái þau áhrif sem þeim er ætlað.
I þeim þrem sögum sem eftir eru
skapar höfundur einnig sögumann sem
stendur fjarri honum og afhjúpar sjálfan
sig að vissu marki. Brugðið er upp
myndum af nöturlegu lífi í Töfrafjallinu
af vanmetnum snillingum við kennslu
úti á landi. Kómík sögunnar felst eink-
um í sögumanni sem er naív dýrkandi
gáfumanna og snillinga og drjúgur með
sjálfan sig, þótt hann telji sig andstæðu
Umsagnir um bakur
þeirra: ættfræðing og skrásetjara. Sagan
er fyndin en rís ekki alltaf yfir illkvittni.
Rörsteypan og blaðið og Því enginn
má fara yfir þröskuld hjá öðrum án þess
að hafa dómsúrskurð fyrir því (vand-
ræðalegt nafn á sögu), eru að mínum
dómi áhugaverðustu sögurnar, ekki síst
af því að sögumaður verður hér ráðgáta,
afhjúpar sig aðeins að hluta, og er jafn-
hjálparlaus í þeim ömurlega heimi sem
hann lýsir og aðrar sögupersónur. I
þessum tveimur sögum er heimurinn á
tjá og tundri, hlægilegur og grátlegur í
senn, og bygging þeirra hæfir efninu.
Pær eru svipmyndir af mannlífi og enda
báðar á dramatískan hátt, með einhvers
konar hruni.
Sagan með langa nafnið er í sjálfu sér
fyndnari og mælskari. Jakobína Swift
alias Elín Sigurmonsdóttir og Halli
Hörrikein eru eins og afgangspersónur
úr Djöflaeyjarbókunum, enda tengdar
við þann heim. Erfitt kann að vera að
gera raunsæislega grein fyrir stöðu
sögumanns og erindum í hús þessa
fólks, en það er býsna áhrifamikið
hvernig í honum virðist búa sama brjál-
æðið og íbúum og hann verður sem
lamaður og sogast inn í vitfirringu þess-
ara utangarðsmanna.
Rörsteypan og blaðið er saga af
tveimur mönnum á reki. Þegar annar
þeirra fær fyrir misskilning þá grillu í
höfuðið að hann sé efni í blaðamann,
liggja leiðir þeirra saman, og sögumaður
sem einhvern veginn hefur haldist á floti
fram að þessu, sogast niður með drykk-
felldum vininum. Skýtur að vísu upp
aftur en varla til betra lífs. Sagan vekur
hroll með lesandanum.
Styrkur Einars Kárasonar sem smá-
sagnahöfundar eru samtöl sem fela í sér
hæfilega mikla skrumskælingu á því
sem menn geta heyrt í kringum sig og
511