Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 38
ið og óbundið. Það skiptir mig engu máli hvort ljóð er háttbundið eða ekki, bara ef það er vel gert og eitthvað á ferðinni sem hefur eitthvað að segja fyrir fólk eða er einhvers virði, er einhver skáldskapur. En samt held ég nú að það geti ekki verið neinu skáldi nema til góðs að kunna á gamla apparatið, ef má kalla það því nafni. Maður sér það alveg glögglega að skáld sem hafa þau vinnubrögð á valdi sínu en yrkja líka óbundið hafa miklu betri tilfinningu fyrir hrynjandi, til dæmis. Sundskýlumerking Sumar sögur þínar eru með býsna óhefð- bundnu sniði, t.d. í Margsögu. Mikið af þessum sögum, sem ég hef verið að birta og mjög margir aðrir nútímahöf- undar, eru auðvitað engar smásögur í þess- um klassíska skilningi, ekki í sama skiln- ingi og t.d. sögur eftir Maupassant þar sem er ákveðin bygging og flétta, form sem margir telja reyndar eitthvert erfiðasta bók- menntaform sem til er. Þannig að kannski væri miklu heppilegra að kalla þetta þœtti að fornri hefð. Til dæmis þessir stuttu bútar í „Völin á mölinni" í Margsögu, þetta eru þættir. Þó að formið á þessari sögu sé svona laust og skrýtið, þá kemur þama aftast undir- skrift „Undirskrift K. Kjö . . . (mjög óskýrt)“. Svo kemur í ljós aftan á bókinni að til er maður sem heitir Kort Kjögx og er öryrki og þetta er hann. Þannig að þessi saga fjallar um mann sem situr og er að skrifa niður þessa punkta. En honum er bara ekki lýst, heldur er tekið það sem hann skrifaði og birt. Þannig að það má líta á þetta sem svona útgáfufiksjón, sem er mjög algengt bragð. Eftil vill má greina t\>ö skaut í skáldskap þínum, annars vegar hefðbundið form ásamt þjóðlegum viðfangsefnum eins og í Kyrrum kjörum, og hins vegar módernískt form og nútímaleg viðfangsefni eins og í „ Völin á mölinni" og í Skuggaboxi. Það má vera. Kaflinn um skýlumerkingu í Skuggaboxi eru þá eins konar öfgar í módernísku áttina. Sundskýluritgerðin í Skuggaboxi fór mjög fyrir brjóstið á mörgum; en ég hef líka hitt býsna marga sem em mjög hrifnir af henni. Og þeir sem krítíseruðu hana töluðu um að þetta væri svo yfirgengilega leiðin- legt. En það er bara nákvæmlega það sem það átti að vera. Ég lít svo á þessa ritgerð, að hún sé handa þeim sem hafa gaman af svona fáránlegum hlutum eins og þessum. En fyrir þá sem hafa ekki gaman af því, þeir eiga bara að líta á hana eins og „objekt“ — nýlistamennimirmundu sjálfsagt hafakall- að hana það. Þetta er leiðinleg ritgerð. Það hefði verið hægt að tákna hana til dæmis með því að hafa fimmtán blaðsíður heftaðar saman og láta standa framaná: „Hér er hin leiðinlega ritgerð Korts. Þið skuluð ekki lesa hana.“ En ég skildi ekki að fólki þyrfti að koma á óvart að þetta væri svona leið- inlegt. Ritgerðin erfurðu góð semfölsun—ég á við að sumpart erfullt vit í henni sem tákn- frœði. Einhver gœtifundið upp á að skrifa svona ritgerð. Það má þá kannski segja að þetta sé natúr- alismi, jafnvel hinn fullkomni natúralismi. Það er eifitt að gera upp við sig hvort þetta er ofboðslega fyndið eða ofboðslega leiðinlegt. Margir svona hlutir eru alveg á grens- unni. Það þarf ekki annað en skrúfa pínu- lítið í einhverja átt, þá breytist eitthvað sem 36 TMM 1991:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.