Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Síða 61
síðamefndi hefur eins og Nonni aiist upp á bænum sem munaðarleysingi. Bernskusagan er að því leyti hefðbundin að byggingu að hún skiptist í kynningu, meginátök og lausn. I upphafi em vinnu- konan og vinnumennimir sett í brennidepil með orðunum: Allur heimurinn var Grímur og Jónas og Manga. (127) Þá kynnir sögumaður persónumar hverja á fætur annarri og leitast við að lýsa þeim frá sjónarhóli drengsins Nonna en skýrir þó stundum viðbrögð sín og skynjun í bemsku með skilningi fullorðins manns. Þegar meginátök bemskusögunnar hefj- ast hafa helstu forsendur þeirra verið skýrð- ar, þ.e. að sambandið milli Gríms og Jónasar er stirt af því að báðir eru hrifnir af Möngu. Einnig hefur komið fram að Nonni er nákomnari Grími en Jónasi — m.a. af því að Grímur er sagnabrunnur — en hefur hom í síðu Möngu af því að hún er „kven- fólk“ (129), en sennilega einnig af afbrýði- semi, þar sem hún „tekur“ Grím „frá“ honum. Loks hefur verið sýnt hver sérstaða fóstrunnar er í sögunni: Hún var að nokkuru leyti utan við og ofan við til veruna. Hún átti vald á öllum matnum — allri mjólkinni og öllu sykrinu. Og hún bragðaði aldrei á neinu öðruvísi en aðrir... Mér fannst hún meira en mannleg. Eitthvað í ætt við englana. (128-129) Frásögninni af meginátökunum má skipta í tvo hluta. Hinn fyrri lýsir tilraunum Gríms til að ná sér niðri á Jónasi en hinn síðari hefnd Jónasar. Milli þessara tveggja hluta er millispil sem veldur straumhvörfum í atburðarásinni. Grímur og Jónas notfæra sér báðir Nonna litla í baráttunni um Möngu. Grímur fær hann til að yrkja rímur: ... þú getur haft í þeim einhvern slána sem er að eltast við að ná í fallega stúlku og tekst það ekki. Og hann geturðu hugsað þér vera Jónas. Eg kann að geta hjálpað þér eitthvað, skotið inn vísuorði og vísuorði þegar þú ert í vandræðum ef þú hefir það svona. (135) Nonni bítur á agnið, fer að yrkja rímur um Úlf óþvegna, þ.e. Jónas, en ákveður án vit- undar Gríms að hæða einnig Möngu og yrkir því líka um skessuna Skinnbrók. Millispilið hefst þegar Nonni er búinn með tíu erindi af rímunum. Þá lærir hann marjas af aðkomudreng og Nonna þykir spilið skemmtilegra en annað sem hann hefur kynnst um dagana. Það notfærir Jónas sér, sem hefur komist á snoðir um rímumar fyrir tilstilli Gríms. Seinni hluti átakanna hefst þegar hann tekur Nonna með sér til útiverka sinna og býðst til að spila við hann marjas heilan sunnudag ef hann fari með rímumar. Drengurinn, sem á sér einskis ills von, stenst ekki mátið og lætur hann heyra kveð- skapinn. Jónas bregst þá hinn versti við og kveðst ekki aðeins ætla að svíkja hann um marjasinn, heldur hótar honum flengingu og virðist á endanum ætla að ganga í skrokk á honum. Að minnsta kosti býst drengurinn til vamar með heynál, svarar Jónasi með gífuryrðum og flýr loks skelfíngu lostinn heim í baðstofu og bíður þess sem verða vill. Vinnufólkið er allt ókomið frá verkum sínum. Grímur kemur fyrstur heim en Nonni þorir ekki að segja honum hvað hef- ur gerst. Spenna er nú vakin í frásögninni með lýsingum á því hvernig Nonna líður og hvemig hann skynjar umhverfi sitt: Tilveran varfram úröllu lagi skuggaleg. (141) TMM 1991:2 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.