Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Qupperneq 70
hann alvarlega. Neiti hann að rökstyðja
skoðun sína hegðar hann sér nefnilega líkt
og sá sem segist kunna járnsmíðaren neitar
svo að sýna kunnáttu sína í verki. Og eins
og þeir Kuhlmann og Apel benda á þá tapar
liann lfkaef hann reynir aðefla skoðun sína
rökum því þá viðurkennir hann ágæti rök-
fræðinnar.
. . . sannur skáldskapur?
Gagnstætt Nietzsche virðist Eyjólfur Kjalar
telja að djúp sé staðfest milli vísinda og
bókmennta. Hann talar eins og öll sannindi
hljóti að vera einnar rótar og andæfir þeirri
skoðun að til séu sannindi sem eru pers-
ónubundin og skáldleg. Staðhæfingin „öll
sannindi eru persónubundin“ fellur um sig
sjálfa því hún hlýtur sjálf að vera pers-
ónubundin og því ekki algild. En sé hún
algild þá er hún röng." Þetta er hárrétt
athugað hjá Eyjólfi. En hann gerir sér ekki
grein fyrir því að þótt útilokað sé að öll
sannindi séu persónubundin þá er ekki þar
með sagt að engin sannindi geti verið þeirr-
ar náttúru. Michael Polanyi, bresk-ung-
verskur fjölfræðingur, hefur gert orða-
sambandið „persónuleg þekking“ að tísku í
heimspeki. Inntakið í hugmyndinni um
persónulega þekkingu er að við vitum meir
12
en við getum miðlað öðrum.
Við eigum í engum erfiðleikum með að
þekkja andlit en okkur virðist um megn að
lýsa þeim með orðum svo fullnægjandi sé.
Samt er þessi þekking prófanleg. Ef ég
segist þekkja andlit Eyjólfs Kjalars má
hæglega skera úr um sanngildi þeirrar full-
yrðingar. En slíkur úrskurður upplýsir okk-
urekki um þann innsæisbundna, þögla þátt
sem gerir persónulega þekkingu að því sem
hún er.
Kunnátta af ýmsu tagi flokkast einnig
undir þögla þekkingu, góður vinur minn
segir að hann viti ekki hvar stafirnir á rit-
vélinni eru en fingurnir viti það ágæta vel!
Annað gott dæmi um þögla þekkingu er
kunnátta okkar í móðurmálinu. Einstak-
lingur, sem ekki veit hvað málfræði er, get-
ur talað móðurmál sitt lýtalaust og leiðrétt
villur annarra án þess að geta gert nokkra
fræðilega grein fyrir því í hverju villumar
eru fólgnar.
Vissulega getur málfræðingurinn endur-
gert þögla þekkingu okkar á móðurmálinu
en hann getur aldrei miðlað því lífræna við
þessa kunnáttu enda lærum við ekki fram-
andi tungur með málfræðistagli einu sam-
an.
Mín hugmynd er sú að ef þess er nokkur
kostur að miðla þessum lífræna þætti hljóti
fagrar listir að geta lagt nokkuð af mörkum.
Nærtækt er að benda á að „portrettmálari"
miðlar persónubundinni þekkingu á and-
litum með penslinum. Og góður höfundur
getur oft klætt það í orð sem bögglast orð-
vana fyrir brjóstum vorum. Tökum til dæm-
is lýsingu bandaríska rithöfundarins Thom-
asar Wolfes á töfrum eldsins: „He saw the
wonder of it, the strangeness of it, the
beauty of it, and the neamess of it“.13 Flestir
þekkja töfra eldsins en fáum er gefið að lýsa
þeim, til þess þarf innblásið skáld.
Annað skáld, Svisslendingurinn Robert
Walser, tjáir hughrif af snæviþaktri grund
með svofelldum hætti: „Og það er hlýtt í
öllum þessum mjúka kafasnjó, það er hlýtt
eins og í notalegri stofu þar sem frómar
manneskjur hafa hist til að eiga saman ljúfa
stund“.14 Flestir þekkja þessa notakennd en
höfundur skerpir skilning okkar á henni
með samlíkingu við það sem Baunar kallar
„hjemmelig hygge“.
68
TMM 1991:2