Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 105
Atburðarásin er mun hraðari en áður enda gegn- ir hún nú meginhlutverki. Lesandanum finnst um stund að hann hafi villst inn í annað verk. Það er í þessum hluta sem Thor Vilhjálmsson, hinn hugsjónamikli rómantíker, kemur á óvart þegar hann víkur frá sér hinum myndræna og ljóðræna stfl. Textinn fyllist af snerpu og mikilli hörku enda er sjónum lesanda nú beint að þeim hrottaskap og fólsku sem geta gert lífið að and- styggð. Ofsi þessa síðari hluta kemur eins og þungur dynur eftir hina kyrru og fremur trega- fullu frásögn fyrri hlutans en líkt og þar er það kímnin sem léttir á þunganum. Hlutar verksins tengjast á þann veg að persónur fyrri hluta koma að einhverju leyti við sögu í þeim síðari. Persónusköpun verksins er fjölskrúðug og sannfærandi, byggð á allsnjallri skynjun á mannlegu eðli. Helst mætti finna að svipleysi hins skáldhneigða leigubílstjóra, sem kalla má aðalpersónu verksins. Hann erfull deyfðarlegur og vekur ekki sama áhuga og aðrar persónur, en þetta nær þó aldrei að veikja verkið svo nokkm nemi. Minningar, atburðir Náttvíg er verk sem er ofið úr minningasafni persóna og þær minningar kljúfa sífellt hinn eiginlega söguþráð. Allar aðalpersónur verks- ins em bundnar minningum sínum. Stundum er líkt og þær finni tilvist sinni ekki samastað öðmvísi en þar. Minningar þessara persóna birt- ast í verkinu á tvennan hátt: í upprifjun þeirra sjálfra innan hinnar eiginlegu sögu og í inn- skotsköflum verksins sem eru skáletraðir. Innskotskaflamir gegna nokkurs konar lykil- hlutverki í verki Thors. í þeim er lýst minning- um sem hafa á sér blæ hins óraunverulega, minningum sem gætu verið eins konar skáldleg og draumkennd skynjun viðkomandi persónu á því sem einu sinni var. I þessum köflum virðist ekki ætíð Ijóst hvaða persóna talar hverju sinni. Þar virðist verkið liggja vel við höggi, það sýnist óþarflega flókið og sundurlaust. Sú hugs- un kann að hvarfla að lesanda að hann fái ekki höndlað verkið, geti aðeins leitað huggunar í myndríkum stíl sem ætíð gleður. En í verkinu er margt mikilvægt falið sem smám saman kemur í ljós við nákvæman lestur. Þeir sem kjósa sinn söguþráð og engar refjar geta að sönnu sleppt innskotsköflunum en ekki að skaðlausu því skilningur á sögunni byggir að meginhluta á viðurkenningu á mikilvægi þeirra. I innskotsköflum bókarinnar má finna ákveðna upphafningu á hinu harmræna í mann- legri tilvist. Svo voldug er sú tjáning, svo mikilli tign er hún gædd að hluti verksins verður að óði til þeirrar vegavilltu hetju sem það segir mann- inn vera. En afar mörgu í hinum eiginlega sögu- þræði er beinlínis beint gegn þeirri upphafn- ingu. I verkinu öllu tekst því á tveggja heima sýn og þar birtast stef og ftrekanir sem gefa verkinu mikið og veglegt vægi. Fegursti hluti innskotskaflanna er minning leigubílstjórans um ástarfundi með stúlkunni á kránni, þeirri sem síðar vann vígið. Sú minning felur í sér fagra og rómantíska upphafningu á ástinni sem virðist einstaka sinnum gera elsk- enduma líkari svipum en mannverum þar sem þeir sameinast náttúrunni eða líða inn í ljós- mynd og verða hluti af sýn hennar. Ástin reynist þó harmræn þar sem henni er ætlað að bregðast. Orð hennar verða loks full af ásökunum og hörku. Eftir stendur þó að eitt sinn unni maður konu sem sagðist eiga þúsund andlit og fékk um stund að líta hið eina sanna andlit hennar. Og í því þunglyndislega verki sem Náttvíg vissulega er, þá reynist þetta ef til vill bjartsýnasta niður- staðan, það að til var fullkomlega einlæg stund þegar tvær manneskjur náðu því að þekkja hvor aðra. Sumum kann þó að þykja lítið til bjartsýni þeirrar niðurstöðu koma því í hinum eiginlega söguþræði ræðast hinir fyrrverandi elskendur aldrei við, virðast varla þekkjast. Þar, líkt og svo víða í verkinu, er lesandinn knúinn til að taka afstöðu til þess hvort hann metur meira, stað- reyndir vemleikans eða vægi minninganna. í innskotsköflum bókarinnarerminningin um ástina það stef sem einna mest ber á. Dauðinn er það sömuleiðis. Minningar af dauða á sjó TMM 1991:2 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.