Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1991, Page 108
verði um að ræða samúð lesandans með persón- unum, bak við yfirborðið sé aðeins tóm. Þessi gagnrýni byggir að mínu áliti á mis- skilningi. Hella er meðal fyrstu prósaverka hér- lendis sem taka stórfellt sjónrænt uppeldi lesenda sinna með í reikninginn og vita að sálfræðiferli persónanna eru okkur kunn úr sjónvarpinu og bíómyndunum, það er búið að skýra þessi ferli út fyrirfram, eitt lykilorð nægir. Möguleikar frásagnarinnar felast miklu fremur í enduruppgötvun hluta-heimsins og tengsla hans við persónunnar. Staða persónanna er skil- greind út frá hlutunum sem umlykja hann eins og bolunum, íþróttagöllunum, kasettutækinu, Hondunni, Prince osfrv. Þessir hlutir eru meira en umgjörð eða spegill, þeir eru á vissan hátt persónurnar sjálfar og segja meira um þær en langar innri lýsingar. Þetta eru hlutir sem ein- kenna líf nútímans, tákn sem fljóta um í öllum hinum vestræna heimi og vísa í raun ekki til neinna sérstakra einstaklinga heldur miklu frek- ar til lífsviðhorfa, illhöndlanlegs lífsstfls. Allir í bíó Ljóst að Hella er skrifuð um og fyrir bíókyn- slóðir, lesendur sem þekkja tækni kvikmynd- anna. Þetta kemur berlega fram í persónu- sköpun og lýsingum en einnig í uppbyggingu kaflanna sem kannski væri réttara að kalla myndskeið. Þegar upphafsatriðið (5-7) er skoð- að sést þar fyrst breið mynd af Suðurlandsund- irlendinu sem síðan er þrengd og sjónarhornið fært að þjóðveginum. Skyndilega rjúfa tveir steypubílar á fleygiferð þessa kyrru mynd og þegar þeir eru famir situr eftir skörp mynd af vatnsúðanum sem spýtist undan hjólbörðum þeirra. Síðan er „klippt á“ bflana sjálfa og þeim fylgt eftir að brúnni gegnt þorpinu, inn í það og út úrþví aftur. I syfjulegri húsaþyrpingunni sitja einungis eftir drunur sem skekja rúðumar, einn- ig rúðuna í herbergi Helgu Drafnar og skyndi- lega er lesandinn kominn inn í þetta herbergi og horfir á hana liggjandi í rúminu. Þessi hæga þrenging að aðalsöguhetjunni er mjög tíð í upphafi „myndskeiðanna“ en einnig er henni beitt í lok þeirra og þá öfugt, „súmmað“ er frá henni og út í náttúmna. Þessi aðferð er svo lík kvikmyndum að augljóst er að um enga tilviljun er að ræða. Hugsunin að baki henni er kvikmyndahugsun sem er sjónræn í eðli sínu. Samt megnar þessi aðferð að setja mjög ólíka hluti í samhengi, nokkuð sem skáldsagan er hæfari um en margir aðrir miðlar. Dæmi um þetta er tenging vatns úr krana, laxagöngu, Bigga, smiðs, fjórðungsmóts hestamanna, sölu- skálans, eiganda hans og loks Helgu Drafnar sjálfrar í einu atriðinu (102-104). Hún dregur upp heildarmynd þorpsins eina kvöldstund, staðsetur aðalpersónuna innan þess og bendir lesandanum á að hestamannamótið sé í nánd. ítök kvikmyndanna í daglegu lífi fólks sjást einnig í lýsingunum á kvikmyndum sjónvarps- ins og vídeómyndunum. í senn er um að ræða hrópandi mótsögn hversdagslífsins og gervi- heima kvikmyndanna en jafnframt einskonar speglun þeirra. Augljósust er hliðstæða klám- myndarinnar sem stelpumar sjá inn um stofu- glugga Olafar (85) og lýsingarinnar á fyrstu kynlífsreynslu Helgu (119-123). Þetta er af- skaplega nöturleg hliðstæða og er enn eitt dæmi um afstöðuna bak við hlutlaust yfirborðið. En oftar er mótsögnin meira áberandi eins og í hinni stórskemmtilegu lýsingu á löggumynd- inni frá Flórída sem stelpumar horfa á í vídeó- inu (32-33) en leiðist þó engu að síður, veru- leikinn í kring um þær, kjaftasögurog strákamál eru meira spennandi. Þá og nú Athyglisverðasti þáttur bókarinnar er þema nú- tíðar og fortíðar og mótsagnakennd upplifun nútíma íslendinga á sambandi sínu við eigin sögu og umhverfi. Flestir kannast sjálfsagt við þá undarlegu tilfinningu sem fylgir því að upp- götva að athafnir þeirra em engan veginn sjálf- sagðar og að tengsl þessara athafna við fortíðina og aðra þætti í sínu daglega lífi byggjast fremur á tilviljun en skipulagi. Þetta geta verið upplif- 106 TMM 1991:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.