Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 9
sögu og trú, fremur en af einveldi sinna
bældu kennda? Hver ætlar að lækna hvem?
Aðferð sálgreiningarinnar hefur ríka til-
hneigingu til að þrengja tilvistarlegan
vanda manneskjunnar og túlkun Dagnýjar
á Gerplu ber því vitni. Hvatalífið er hlaðið
heilagri merkingu og berserksgangur hinna
bældu hvata um viðkvæmar lendur sálar-
lífsins stefnir ekki bara sálarheill einnar
hetju í voða, heldur verður hann kveikjan
að ástlausum og einlitum heimsendi (318).
En hvernig öðlumst við fjarlægð frá bæl-
ingartilgátunni og hvemig getum við öðlast
gæfulegra sjónarhom á manninn? Getum
við skoðað hvatalífið með öðmm hætti,
bæði í lífinu og í skáldskap?
I von um að losna (svo sem kostur er)
undan Freud, setti Michel Foucault fram
efasemdir um bælingartilgátuna. Hjá hon-
um snýst málið um það, hvernig kynlífíð er
„fært í orðræðu“, hvernig það er hneppt í
net orðræðunnar — sem á endanum er
spurningin um það hvemig kynlífið er skil-
n
ið og hvemig því er lifað. En hvernig skoð-
um við kynlíf sem „orðræðu valds“ en ekki
sem „bælda athöfn“? Munurinn er þessi: sá
sem vill skilja kynlífið sem bælda athöfn
verður að setja sig á háan hest, hann/hún
verður að hefja sig yfir það samhengi sem
kynlífið er partur af og gera ráð fyrir mögu-
leikanum á að fella stóra dóma. Þetta er
hlutverk hugmyndarinnar um heilbrigðan
og óheilbrigðan einstakling einnar dýrateg-
undar, sem er rauði þráðurinn í sérhverju
afbrigði sálgreiningarkenninga. Ef við
höfnum þessu, eins og Foucault, þá neyð-
umst við til þess að skoða kynlífið innanfrá,
sem þátttakendur í leiknum, möskvar í net-
inu, sem kynvemr sjálf. Þá felst valdið í
orðræðunni og stjómar henni um leið. Það
sem skiptir máli er hver talar og til hvers,
hvert sjónarhornið er, hvaða stofnanir það
em sem hvetja fólk og letja í orðræðunni
um kynlíf. Þetta em spurningar kynveru
um kynverur, ekki læknis um sjúklinga. Því
þegar kemur að þerapískri sálgreiningu er
læknirinn lasinn sjálfur (eins og tilfellið
Freud sýnir reyndar svo ekki verður um
villst).9
Saga sálgreiningarinnar er sagan af því
hvemig kynveran var hneppt í orðræðu
upphafningar hvatalífsins. Til skýringar á
kynhegðun manna, og til varnar hugmynd-
inni um heilbrigðan einstakling, koma
furðulega fáar, staðlaðar týpur klassískrar
sálgreiningar: móðursjúk konan, hvatvíst
barnið, hræddur homminn og vísitölufjöl-
skyldan. (Nú síðast bættist Flæðis-Konan í
hópinn). Með hjálp sálgreiningarinnar gef-
ur orðræða kynferðisins sambandi manna
I it og lögun með því að gegnsýra það þrá,
sem byggist á þörfinni fyrir jafnvægi.10
En vera má að sjálfur möguleikinn á
mann-dýrslegu jafnvægi sé bara tilbúning-
ur, háður stað og tíma, háður handhöfum
valdsins í orðræðunni. Ef svo er, þá læknar
sálgreiningin á vissan hátt með því að ljúga,
og hún lýgur í þágu valdhafans, ekki gegn
honum. Afleiðingar þessa em umtalsverðar
og varpa nýju ljósi á þrána, þá kennd sem
löngum hefur verið í hávegum höfð í sum-
um skólum bókmenntafræðinnar. Hún er
vissulega rúmfrek í lífi okkar, en ekki vegna
þess að vondir kallar þvinga okkur til að
bæla hana, heldur þvert á móti vegna þess
að við erum þvinguð til að lifa eftir duttl-
ungum hennar.11
Svo undarlegt sem það kann að virðast,
þá er það bælingartilgátan sem hefur stuðl-
að að einni mikilfenglegustu þráhyggju lífs
okkar og látið okkur svala lífsþorstanum
við tóman brunn. Það er hún sem hefur alið
TMM 1992:2
7