Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Blaðsíða 9
sögu og trú, fremur en af einveldi sinna bældu kennda? Hver ætlar að lækna hvem? Aðferð sálgreiningarinnar hefur ríka til- hneigingu til að þrengja tilvistarlegan vanda manneskjunnar og túlkun Dagnýjar á Gerplu ber því vitni. Hvatalífið er hlaðið heilagri merkingu og berserksgangur hinna bældu hvata um viðkvæmar lendur sálar- lífsins stefnir ekki bara sálarheill einnar hetju í voða, heldur verður hann kveikjan að ástlausum og einlitum heimsendi (318). En hvernig öðlumst við fjarlægð frá bæl- ingartilgátunni og hvemig getum við öðlast gæfulegra sjónarhom á manninn? Getum við skoðað hvatalífið með öðmm hætti, bæði í lífinu og í skáldskap? I von um að losna (svo sem kostur er) undan Freud, setti Michel Foucault fram efasemdir um bælingartilgátuna. Hjá hon- um snýst málið um það, hvernig kynlífíð er „fært í orðræðu“, hvernig það er hneppt í net orðræðunnar — sem á endanum er spurningin um það hvemig kynlífið er skil- n ið og hvemig því er lifað. En hvernig skoð- um við kynlíf sem „orðræðu valds“ en ekki sem „bælda athöfn“? Munurinn er þessi: sá sem vill skilja kynlífið sem bælda athöfn verður að setja sig á háan hest, hann/hún verður að hefja sig yfir það samhengi sem kynlífið er partur af og gera ráð fyrir mögu- leikanum á að fella stóra dóma. Þetta er hlutverk hugmyndarinnar um heilbrigðan og óheilbrigðan einstakling einnar dýrateg- undar, sem er rauði þráðurinn í sérhverju afbrigði sálgreiningarkenninga. Ef við höfnum þessu, eins og Foucault, þá neyð- umst við til þess að skoða kynlífið innanfrá, sem þátttakendur í leiknum, möskvar í net- inu, sem kynvemr sjálf. Þá felst valdið í orðræðunni og stjómar henni um leið. Það sem skiptir máli er hver talar og til hvers, hvert sjónarhornið er, hvaða stofnanir það em sem hvetja fólk og letja í orðræðunni um kynlíf. Þetta em spurningar kynveru um kynverur, ekki læknis um sjúklinga. Því þegar kemur að þerapískri sálgreiningu er læknirinn lasinn sjálfur (eins og tilfellið Freud sýnir reyndar svo ekki verður um villst).9 Saga sálgreiningarinnar er sagan af því hvemig kynveran var hneppt í orðræðu upphafningar hvatalífsins. Til skýringar á kynhegðun manna, og til varnar hugmynd- inni um heilbrigðan einstakling, koma furðulega fáar, staðlaðar týpur klassískrar sálgreiningar: móðursjúk konan, hvatvíst barnið, hræddur homminn og vísitölufjöl- skyldan. (Nú síðast bættist Flæðis-Konan í hópinn). Með hjálp sálgreiningarinnar gef- ur orðræða kynferðisins sambandi manna I it og lögun með því að gegnsýra það þrá, sem byggist á þörfinni fyrir jafnvægi.10 En vera má að sjálfur möguleikinn á mann-dýrslegu jafnvægi sé bara tilbúning- ur, háður stað og tíma, háður handhöfum valdsins í orðræðunni. Ef svo er, þá læknar sálgreiningin á vissan hátt með því að ljúga, og hún lýgur í þágu valdhafans, ekki gegn honum. Afleiðingar þessa em umtalsverðar og varpa nýju ljósi á þrána, þá kennd sem löngum hefur verið í hávegum höfð í sum- um skólum bókmenntafræðinnar. Hún er vissulega rúmfrek í lífi okkar, en ekki vegna þess að vondir kallar þvinga okkur til að bæla hana, heldur þvert á móti vegna þess að við erum þvinguð til að lifa eftir duttl- ungum hennar.11 Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá er það bælingartilgátan sem hefur stuðl- að að einni mikilfenglegustu þráhyggju lífs okkar og látið okkur svala lífsþorstanum við tóman brunn. Það er hún sem hefur alið TMM 1992:2 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.