Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Page 88
versjónum“, svo notað sé hnyttið orðalag Hallgríms Helgasonar í prýðilegum ritdómi (TMM 1992:1). Og besta persónusköpun í íslensku bókmenntaverki síðasta árs fædd- ist með þessum kúnstuga kaupamanni sem tíðkar að mæla spakmæli til lítillar stúlku um leið og hann rekur ofan í hana tunguna. Þetta verk Guðbergs er skrifað af mikilli kunnáttu, enda er fagmaður á ferð, en það er samsett úr nokkuð ósamstæðum köflum. Upphafskaflar verksins eru afar fagrir, stemmningsríkir og ljóðrænir. Þeir búa að undurfallegum og myndrænum náttúrulífs- myndum. Þar eru einnig næmar lýsingar á skynjun og hugleiðingum ungrar stúlku um samband lífs og náttúru. En eftir þá kafla liggur leiðin niður á við, allt þar til kemur að „kálf'skaflanum" sem á líkast til eftir að verða sígildur. Þar er trúlega kominn snilld- arlegasti bókmenntakafli þessarar vertíðar, beittur og fullur af kaldranalegri kímni. Hann er svo hittinn og hnyttinn að hann vekur í senn hlátur og hroll. Frásögnin af héraðsmótinu er hins vegar bæði ófyndin og klisjukennd og vinnur verkinu lítið gagn. Einstaka þætti hefði mátt vinna af meiri vandvirkni og má nefna frásagnir af óléttu og fóstureyðingu heimasætunnar sem eru í ruglingslegu samhengi. Lokakafli bókar- innar er áhrifamikill en þó er líkt og hann komi úr öðru verki, allt annars eðlis og virkar því eins og stflbrot. Svanurinn er mun gloppóttara verk en gagnrýnendur vilja vera láta, en einstaka þættir verksins standa vissulega undir miklu lofí því þeir búa að afburðaskáld- skap. *** Ég upplifði expressionismann í Þýskalandi og súrrealismann í Frakklandi. Hver hefur heyrt um það nú? Það eina sem lifir er vel skrifaður texti. Halldór Laxness (sjónvarpsviðtal) Innan íslenskrar skáldsagnagerðar er ríkjandi stefna sem kveður á um ákveðna fagurfræðilega úrvinnslu efnis ásamt léttleika í framsetningu. Það er þessi áberandi léttleiki sem gerir það að verkum að bókmenntaverk síðari ára eru læsileg og búa yfir umtalsverðu skemmtigildi. Þau skáldverk sem hér voru til umfjöllunar falla innan þessa ramma. Þau búa að ákveðinni fyrirmynd sem er aðeins ein af mörgum sem hægt er að notast við þegar semja á sögu. Þær eru til fleiri og það má ekki gleymast. Fjölbreytni í efnisvali og úrvinnslu er ætíð æskileg en ósk þess efnis þarf ekki (og á ekki) að byggja á einhliða fordæmingu á þeirri bókmenntastefnu sem er ríkjandi meðan sú stefna skilar af sér verkum sem hafa skáldskapargildi. Það er hægt að setja fram endalausar kröfur um að rithöfundar sinni ákveðnu efni eða einbeiti sér að ákveðnum boðskap en það verða aldrei annað en dægurkröfur. Þegar frá líður eru skáldverk metin út frá listrænu gildi. Efni þeirra skáldverka sem hér voru til umræðu er sótt víða að. Gyrðir Elíasson veidr sýn í hulda heima sem flest okkar vildu gjaman að væru sýnilegir berum aug- um. Kristín Omarsdóttir er í heimspeki- legum og stundum glettnislegum vanga- veltum um samskipti (eða samskiptaleysi) manna. Guðmundur Andri fliugar vanda tveggja kynslóða og kemst ekki að bjart- sýnni niðurstöðu. Guðbergur Bergsson seg- 86 TMM 1992:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.