Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 16
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI skila með blæ sínum en nokkurri nakinni staðhæfmgu væri unnt. Af öllu sem eftir Sigfus liggur þykist lesandinn skynja að hér hafi opinn og grandvar hugur starfað án strits. Samhliða hinni ríku sannleikskröfu, sem var eitt af aðalsmerkjum Sigfúsar Daðasonar, kom svo til mannskilningur hans og fágæt glöggskyggni á allan veruleik mannlegs lífs, manninn andspænis ótryggum heimi, í stríði, leik og starfi, með bjástur sitt og bresti. I ritgerð nokkurri 1958 bregður svo við að Sigfús er berorðari og afdráttarlausari um sjálfan sig en honum var að jafnaði tamt, að því leyti að hann opinberar þar í stuttri setningu mannshugsjón sína, og segir þar: „í mínum augum getur varla fegurri mannshugsjón en hinn umburðarlynda mann.“ í framhaldi vitnar hann til eftirfarandi orða eftirlitsmannsins í Brekkukotsannál, sem hann kveðst telja einhverja hug- þekkustu sagnapersónu Halldórs Laxness: „Ég álít að upphaf vellíðunar sé fólgið í því að vera ekki að skifta sér af hvurt aðrir menn ætla. [...] Það á að minnsta kosti að leyfa hvurjum einum að lifa einsog hann sjálfur vill meðan hann aftrar ekki öðrum frá að lifa einsog þeir vilja.“ Undir lok ritgerðarinnar veltir Sigfús því fyrir sér hvort umburðarlyndisandi Brekkukotsannáls höfði sérstaklega til tímans sem er að líða, og svarar því fyrir sitt leyti játandi með svofelldum orðum: „Það er óhætt að segja að hið mikla hlutverk sem bíður mannsins sé að sætta umburðarlyndið og hugsjón réttlætisins. En meðan það er ekki orðið, má vel vera að umburðarlyndið sé mikilvægara en allt annað.“ Langt er um liðið, en þó hygg ég sönnu næst að hér sé um að ræða einn af meginþáttunum í lífsviðhorfi Sigfúsar allar götur síðan. Þarflaust er að taka fram að umburðarlyndi Sigfúsar Daðasonar var ekki játning undir uppgjöf, aðgerðaleysi eða siðferðilegt hlutleysi. Hann var síður en svo allra viðhlæjandi, og engum leiðitamur. „Hinn þöguli virðuleiki, hin afskiptalausa kurteisi" var andspyrnuhreyfmg hans, svo tekin séu traustataki hans eigin orð um gamla manninn og ungu stúlkuna í Þögn hafsins, sem hann þýddi ungur. Hann var manna einarðastur í forsvari þeirra skoðana sem hann tileinkaði sér, ætíð með fegurra mannlíf að leiðarljósi; og í ritgerð- um hans og ljóðum bregður eftirminnilega fyrir húðstrokum refsivandarins, einkum þegar um var að tefla pólitískt siðferði og önnur brýn alvörumál í mannlegu félagi. Eigi sjaldnar bregður hann og fyrir sig bitru háði, sem samtíðin mætti nokkuð af nema, ef hvert okkar léti svo lítið að skyggnast í eigin barm. Hér gat Sigfús trútt um talað. Þetta hlédræga afburðaskáld var í tölu allra víðsýnustu og menntuðustu manna, og að sama skapi var hann rammskyggn á bæklunareinkenni tíðarandans, hvar sem þau birtust, hér heima sem heiman: skrum, hégómadýrð, rembu og andlegan kotungshátt. Hann var skemmtilegur maður í viðmóti og viðræðu, hlýr á sinn hæga, 6 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.