Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 87
FORLÖG, FRELSI OG FRÁSAGNARHÁTTUR trú á tilviljanir sem hlýtur að vera ósættanleg við hina fyrrnefndu. Jakob og meistari hans takast á um þetta málefni af og til gegnum alla sögunai. Sögumaðurinn hendir gaman að þessum umræðum með alls kyns ólíkinda- látum í stíl og frásögn, enda vel meðvitaður um að hún verður aldrei til lykta leidd. Eftir eina þrætuna um málefnið ávarpar hann lesandann og segir: Þér sjáið, lesari góður, hvert ég gæti leitt þetta samtal um mál sem menn hafa skeggrætt og skrifað um heil reiðinnar býsn síðustu tvö þúsund árin án þess að þoka því neitt áfram. Ef yður þykir lítið púður í því sem ég segi yður ætti yður að finnast talsvert púður í því sem ég segi yður ekki (bls. 10). Það verður fljótt ljóst við lestur Jakobs forlagasinna og meistara hans að það liggur fyrir höfundi að hæðast að forlagatrúnni. Margar kostulegar samræð- ur milli Jakobs og meistarans sýna þetta glöggt. Enda hlýtur það að vera í anda þeirrar upplýsingar sem Diderot boðaði að hafna hindurvitnum á borð við það að trúa á fýrirfram ákvörðuð forlög manna. En hefur þá einstakling- urinn algert frelsi til að ráða sínum örlögum sjálfur? Málið er ekJei svo einfalt, enda gera þeir Diderot og Voltaire báðir grín að hugmyndinni um frelsi einstaklingsins. Þegar Birtingur hefur verið handtekinn og hefur um að velja „að láta alla hersveitina berja sig þrjátíu og sex sinnum eða fá í einu tólf blýkúlur í hausinn“ stoðar „ekki mikið að segja að viljinn væri frjáls, og að hann vildi hvorugt, hann varð að gera svo vel og velja; hann ákvað sig, í krafti þeirrar guðsgjafar sem frelsi heitir, að ganga svipugaungin þrjátíu og sex sinnum“.14 I eftirmála við þýðingu sína á Jakobi forlagasinna og meistara hans segir Friðrik Rafnsson helstu viðfangsefni Diderots í sögunni vera: . . . annars vegar spurningin sígilda um valdið, hver eigi að ráða hverjum, og hins vegar spurningin um það að hvaða marki maðurinn sé og geti verið frjáls. Hvor hefur valdið, Jakob eða meistarinn, þegar öllu er á botninn hvolft? Hvað er hátt og lágt í þjóðfélaginu? Jakob virðist innilegur áhangandi forlagahyggju síns gamla kafteins, hug- myndarinnar um bókrolluna miklu efra þar sem allt stendur skrifað, en er hann ef til vill að brjótast undan þeirri heimssýn? Ræður maðurinn ekki meiru um líf sitt en þetta, fái hann raunverulega menntun og fræðslu í stað kirkjulegs heilaþvottar?15 Þótt hugmyndin um algert frelsi einstaklingsins sé álíka barnaleg og trúin á fyrirfram ákvörðuð örlög er óhætt að staðhæfa að ef um boðskap er að ræða í Jakobi forlagasinna og meistara hans, miðar hann að því að halda fram hugmyndum um einhvers konar frelsi: Frelsi í krafti menntunar, upplýsingar TMM 1997:1 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.