Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Page 37
Á BÁÐUM ÁTTUM Þessum spurningum reyndi Hörður Ágústsson, listmálari og fræðimaður um íslenska byggingarlistasögu, að svara í grein í Birtingi sem birtist 1959. Þar líkir hann hinum erlendu stíltegundum við erlend tungumál. Innan listarinnar eru töluð ýmis tungumál, segir Hörður, sem sum er erfiðara að skilja en önnur, þannig að það er engin furða að það skuli vera erfitt að skilja allt það sem listamenn aðhafast. Engin lærir tungumál nema með því að tala þau og lesa, og ekki er hægt að njóta mynda nema með því að skoða þær aftur og affur. Tungumálið er aðeins skel sem þarf að venjast til að geta numið þann skáldskap sem það geymir. Að dómi Harðar þá þarf að beita sinni eigin persónulegu sýn á listaverk, gleyma öllum merkimiðum og undiskriftum, skoða verkið eins og óþekkt landsvæði sem aldrei hefur verið kannað áður. „Skoðið hvert listaverk eins og heim út af fyrir sig. Ég á þar ekki við að slíta það algjörlega úr tengslum við umheiminn, heldur líta það perónulegri sjón, þurrka burtu merkimiðann af því og undiskriítina líka, líta það einsog ókunnugt landslag, sem maður nálgast í fyrsta skipti. Því persónulegri sem reynsla ykkar er, þeim mun þakklátari er höfundur verksins, þeim mun ríkari og dýpri ánægja ykkar og það sem skiptir ef til vill mestu máli: þeim mun meira gagn gerið þið framvindu listarinnar, því á þann hátt einan er hægt að uppræta það illgresi, sem því miður sprettur svo oft í slóð nýlistar: charlatanana, listsvikarana.“(„Nokkur orð um nútíma myndlist“, Birtingur, 1,- 2. hefti, 1959.) Hörður viðurkennir þannig að hinir erlendu stílar og stefnur séu framandi tungumál, en það þýðir ekki, að hans dómi, að listin sé ekki íslensk. Ef við skiljum ekki hina framandi list þá er það vegna þess að við beitum ekki nógu persónulegri sýn á listaverkin, sem þýðir náttúrlega íslenskri sýn sprottin úr íslenskum jarðvegi. Niðurstaðan af þessari hugmynd er þá sú að íslendingar hafa nú þegar allt sem þarf til að meta og njóta listaverka, alveg sama á hvaða tungumáli þau eru „töluð“. Þeir lenda á villigötum ef þeir velta sér um of upp úr stefnum, stílum, undirskriftum og framandi tungum. Hver um sig er dómbær á gæði listar ef hann bara gefur þeim nægan gaum og skoðar þau út frá eigin brjóstviti. Þessi afstaða kemur skýrt fram í gagnrýni frá þessuin tíma, t.d. hjá Hjörleifi Sigurðssyni. Það sem er merkilegt við þessa gagnrýni er ekki það sem hún segir beinurn orðum, heldur það sem hún segir ekki — og hvað hún segir með því sem hún segir ekki. Hvergi er minnst á bakgrunn málar- ans, fyrirmyndir, samanburður við innlenda eða erlenda listamenn, hvernig myndir hans standast slíkan samanburð, hverjar forsendur slíkrar myndlist- TMM 1997:1 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.