Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1997, Blaðsíða 132
RITDÓMAR hér tákn þess sem hann á sameiginlegt öðru fólki, það skín eins á alla og það er eins og mannssálin með sína dimmu hlið. En það gefur jafnframt til kynna fjarlægð og einsemd og vísar á bældan sársauka í bernsku: „Amma hans hafði kennt honum að þekkja muninn á minnkandi og vaxandi tungli, þegar hann var drengur. Þegar hann spurði hana hvort tunglið væri líka svona hjá mömmu hans í Svíþjóð. „Vinstri vaxandi, hægri minnkandi,“ sagði hún þá og minntist ekki á mömmu hans. En núna blikaði það eins og ekkert hefði í skorist, yfir háleitum hugsunum og launráðum líka, yfir lífi og dauða, réttlátum og ranglátum. Þarna starði það á borgina og húsin og . . . Vilhjálm, son hans.“ (117) Eftir að Tómas auðgast kemst hann í kynni við Frakka nokkurn, Pian að nafni, sem er eins konar ímyndarhönnuður (faðir hans var klæðskeri og hann er það í yfirfærðri merkingu) og fær það verk- efni að skapa Tómasi nafn í tilbúnum heimi hinna ríku. Öll er sú lýsing vel heppnuð og lifandi. Sama er að segja um háðska meðhöndlun höfundar á íslenska heildsalanum Gils Thordersen og bóka- útgefandanum Hólmgeiri Gústafssyni, en kaflarnir um þá varpa enn nýju ljósi á Tómas sem nýríkt „lottófífT og duglaust „nóboddí“. Einfaldur söguþráður bókarinnar er fleygaður af draumum Tómasar og hug- leiðingabrotum sem hann skráir hjá sér. Hvort tveggja veitir innsýn í sálarlíf Tómasar og í draumunum er stundum að finna forboða að vandræðum hans. Sjálfur virðist hann ófær um að ráða þá þrátt fyrir öll sín heilabrot um merkingu tilverunnar. Þeir opna engar dyr fyrir hann þótt þeir tengist þýðingarmiklum atvikum í lífi hans. Tómas elur með sér draum um að stjórna sinfóníuhljómsveit og auðæfi hans og Frakkinn Pian gera honum kleiff að láta hann rætast. f textanum tengist þessi áhugi foreldramissi hans í bernsku. Hann hafði lært á píanó sem drengur, en hætt því um fermingu, „stuttu eftir að móðir hans hvarf‘ (20). Á unglingsárun- um lætur hann sig oft dreyma um að stjórna heilli hljómsveit. Þannig taka draumórar við af iðkun af eigin rammleik. Lyklar koma aftur og aftur við sögu, þar á meðal í ósjálfráðum skrifum Tómasar undir áhrifum viskídrykkju: „Ég segi: skuggarnir lengjast og lykl- arnir hætta að ganga að skránum. Þegar þið standið fyrir framan dyrnar og farið í vasann eftir kippunni — ekki í fýrsta sinn, ekki í annað sinn — og mundið lykilinn að skránni og hugsið til þess að komast inn fyrir í hlýjuna, þar sem kaffið bíður í boUa á borðinu við mjúka stólinn, þegar þið standið þar, þá segi ég: skráin er breytt. Og þið reynið, þið stingið lykl- inum í hana og skiljið ekki hvað hefur gerst, skiljið ekki að þið eruð ekki vel- komin lengur.“ (55) Slík innskot miðla þeirri kennd Tómasar að hann sé utanveltu í heimin- um, en hér er líka vísað til þess að skó- kassi með lyklum varð Tómasi eins kon- ar uppbót fyrir föðurmissinn í bernsku, hann verður merki um bældar kenndir: „Hann sótti styrk í þennan kassa, sér í lagi þegar krökkunum í hverfinu datt í hug að spyrja hann hvar pabbi hans væri. Þá hljóp hann inn til sín, opnaði kassann og handlék hvern lykilinn á fætur öðr- um, uns hann róaðist. Hugsaði um sól- eyjarnar sem spruttu á leiðinu í Skaga- firði. Og goluna sem strauk grasið þegar hann fór þangað um sumarið með ömmu sinni.“ (39) Þannig eru á haganlegan hátt tengd saman brot víða í textanum sem lesandi verður að raða saman til að fá fyllri lýs- ingu á Tómasi. Sagan leynir því á sér þótt hún geti ekki talist margbrotið verk. Og hún er prýðilega skrifuð, þar er vel geng- ið frá lýsingum og samtölum. Hins vegar geldur bókin þess hve frásagnarfléttan er rýr og fyrirsegjanleg. Stundum hvarflar það að manni að höfundur sé að reyna að sameina það að skrifa afþreyingar- 122 TMM 1997:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.